Ofnsteiktar sætar franskar kartöflur

Sætar franskar kartöflur

Ofnsteiktar sætar franskar kartöflur. Það skal alveg viðukennt að ég át yfir mig í kvöldmatnum. Hér á bæ voru hamborgarar og með þeim sætar franskar kartöflur. Sætar kartöflur eru kjörnar sem meðlæti og margir kannast við sætkartöflumús. Það er alveg bráðsniðugt að skera niður sætar kartöflur og steikja í ofni – einfalt og auðvelt.

SÆTAR KARTÖFLURKOKTELSÓSA

Ofnsteiktar sætar franskar kartöflur

3/4 tsk kúmín

1/2 tsk salt

ca 1/3 tsk pipar

smá chili

1-2 msk góð olía

2 sætar kartöflur

Blandið saman kúmíni, salti, pipar, chili og olíu. Takið utan af kartöflunum og skerið þær í strimla – ca 2×2 cm. Setjið þær í eldfast form og hellið kryddolíunni yfir. Blandið vel saman. Setjið í 180° heitan ofn í um 30-35 mín. Veltið þeim einu sinni eða tvisvar á meðan þær steikjast.

.

— OFNSTEIKTAR SÆTAR KARTÖFLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kransakonfekt

Kransakonfekt

Kransakonfekt. Í fermingarveislunni um daginn var boðið uppá kransakonfekt. Passlega bakaðar kransakökur geta verði ljúffengar og gaman að smakka í hófi (svona einu sinni á ári), hins vegar eru ofbakaðar kranskakökur einstaklega óspennandi - bæði þurrar og harðar. Það var auðsótt að fá uppskriftina til birtingar hér á síðunni og baksturinn á kökunum var fullkominn.

Haframjölskaka

Haframjölskaka

Haframjölskaka. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Sætabrauðsdrengjunum að mæður þeirra bjóða í kaffi. Móðir Hlöðvers bauð í kaffi þegar haldin var söngskemmtun í Siglufjarðarkirkju. Mjúk og góð kaka sem rann ljúflega niður.