Kókoshnetusmjörterta

kókos hnetusmjör terta hráterta raw food Kókoshnetusmjörterta kaka súkkulaði
Kókoshnetusmjörterta

Kókoshnetusmjörterta.

Þeir sem segjast ekki hafa tíma til að baka ættu að snúa sér að hrátertunum. Fyrir utan hversu hollar þær eru þá bragðast þær betur en hinar, það er auðveldara að útbúa þær og svo held ég að þær geti bara ekki misheppnast. Þegar ég smakkaði þessa tertu fyrst minnti hún mig svolítið á Snickersið gamla góða nema auðvitað að tertan er enn betri.

.

HRÁTERTURHRÁFÆÐIVEGANTERTURSNICKERS

.

Kókoshnetusmjörterta

Botn:

3 dl kókosmjöl
1 ½ dl möluð hörfræ
1 ½ dl döðlur, saxaðar (leggið í bleyti í um 20 mín)
smá salt

Á milli:
1 ½ dl hnetusmjör

Krem:

1 ½ dl döðlur (leggið í bleyti í um 20 mín)
½ dl rúsínur
3 msk kókosrjómi (setjið kókosmjólk í íssáp í um 30 mín, þá harðnar rjóminn)
2-3 msk gott síróp
1/4 tsk salt
1 tsk vanilla
1-2 msk vatn

Súkkulaðihjúpur:

⅔ dl kókosolía, fljótandi
60 g gott dökkt súkkulaði
2 msk kakó
2 msk hunang
salt

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið lítið kringlótt form á tertudisk og „deigið“ í, þjappið.

Smyrjið hnetusmjöri yfir.

Krem: Setjið allt nema vatn í matvinnsluvél og maukið vel, bætið við vatni ef blandan er of þykk. Setjið yfir hnetusmjörið og kælið

Súkkulaðið: Setjið öll hráefnin í skál og blandið saman yfir vatnsbaði. Hellið yfir tertuna og kælið í um 30 mín.

Kókoshnetusmjörterta
Kókoshnetusmjörterta

.

HRÁTERTURHRÁFÆÐIVEGANTERTUR

KÓKOSHNETUSMJÖRTERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Sítruskaka Diddúar

Söngdrottningin Diddú bauð í sunnudagskaffi. Við hjóluðum á óðal þeirra hjóna í Mosfellsdalnum. Diddú hefur, að því er virðist, lítið fyrir matseldinni en galdrar fram veislurétti eins og ekkert sé. Þessi sítruskaka er næstum því óbærilega góð og ég hvet ykkur til að baka hana við fyrsta tækifæri - og ef það er ekkert tækifæri þá búið þið til tækifæri. Polenta er kornmjöl, unnið úr maís.

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum
Við systkinin erum leikjaóð og notum hvert tækifæri til að fara í leiki. Félagsráðgjafi og fjölskylduvinur spurði góðlátlega hvort við hefðum ekki haft tækifæri til að leika okkur nægjanlega í æsku....