Kornflexkökur
Í mínu ungdæmi voru kornflexkökur útbúnar seint á Þorláksmessukvöldi (á meðan ríkisþulirnir lásu hugheilar jólakveðjur í sýslur landsins), ástæðan var sú að við systkinin vorum svo sólgin í þær að mamma sá þann kost vænstan að ljúka öllum jólaundirbúningi áður.
Mikið lifandis óskaplega eru kornflexkökur nú góðar, bæði þá og nú. Í dag var komið að mér að sjá um föstudagskaffið í vinnunni, ég er svo heppinn að búa í nokkra metra frá vinnunni og því upplagt að bjóða þeim heim.
— VINSÆLUSTU JÓLASMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR — KORNFLEX — JÓLIN — SMÁKÖKUR — SÚKKULAÐI —
.
Kornflexkökur
300 g gott dökkt súkkulaði
6 msk síróp
100 g smjör
100 g palmin
2 msk kókosolía
1 tsk mjög sterkt kaffi
1/2 tsk salt
kornflex (var með 500 g pakka og notaði ca 2/3 úr honum)
Hitið saman í stórum potti súkkulaði, síróp, smjör, palmin, kaffi og salt. Passið að ofhitni ekki. Takið pottinn af eldavélinni, bætið saman við kornflexi. Hrærið varlega með sleikju. Setjið með skeið í (lítil) muffinsform – kælið.
.
.
— KORNFLEX — JÓLIN — SMÁKÖKUR — SÚKKULAÐI — BERGDÍS — VINSÆLUSTU JÓLASMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR —
.