Kornflexkökur

 

Þorláksmessa Kornflexkökur, kornflex, kornflexkonfekt konfekt kornflexkaka súkkulaði, hunang, jólin, smákökur
Ljúffengar kornflexkökur

Kornflexkökur

Í mínu ungdæmi voru kornflexkökur útbúnar seint á Þorláksmessukvöldi (á meðan ríkisþulirnir lásu hugheilar jólakveðjur í sýslur landsins), ástæðan var sú að við systkinin vorum svo sólgin í þær að mamma sá þann kost vænstan að ljúka öllum jólaundirbúningi áður.

Mikið lifandis óskaplega eru kornflexkökur nú góðar, bæði þá og nú. Í dag var komið að mér að sjá um föstudagskaffið í vinnunni, ég er svo heppinn að búa í nokkra metra frá vinnunni og því upplagt að bjóða þeim heim.

VINSÆLUSTU JÓLASMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNARKORNFLEXJÓLINSMÁKÖKURSÚKKULAÐI

.

Kornflexkökur smákökur jólasmákökur
Kornflexkökur

Kornflexkökur

300 g gott dökkt súkkulaði
6 msk síróp
100 g smjör
100 g palmin
2 msk kókosolía
1 tsk mjög sterkt kaffi
1/2 tsk salt
kornflex (var með 500 g pakka og notaði ca 2/3 úr honum)

Hitið saman í stórum potti súkkulaði, síróp, smjör, palmin, kaffi og salt. Passið að ofhitni ekki. Takið pottinn af eldavélinni, bætið saman við kornflexi. Hrærið varlega með sleikju. Setjið með skeið í (lítil) muffinsform – kælið.

.

Albert Bergdís Ýr, kornflexkökur
Albert og Bergdís í kornflexkökugerð

.

KORNFLEXJÓLINSMÁKÖKURSÚKKULAÐIBERGDÍSVINSÆLUSTU JÓLASMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR —

— KORNFLEXKÖKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.