Dórukex
Hef marg oft áður skrifað hér um matarást mína á Dóru í eldhúsi Listaháskólans, af henni hef ég lært fjölmargt í gegnum tíðina. Dóra hefur sérhæft sig í hollum og góðum mat, mat sem fólk á öllum aldri ætti að borða daglega (mest grænmeti, hnetur, ávextir, fræ og minna af dýraafurðum). Heilsa okkar er beintengd því sem við borðum, það er ágætt að hafa hugfast að flestir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir. Það verður að taka á heilsu- og sjúkdómavandamálum þjóðarinnar. Hreyfum okkur og borðum hollan mat. ÍSLENDINGAR VÖKNUM !
.
— HRÖKKKEX – DÓRA EMILS — LISTAHÁSKÓLINN —
.
Dórukex
8 dl fræ (hörfræ, sesam, sólblómafræ, graskers….)
2-3 egg
1 tsk laukduft
1 1/2 tsk maldonsalt
1 msk möndlumjöl
1 msk oreganó
2 dl rifinn (parmasen)ostur
Setjið allt í skál og blandið vel saman (myljið saltið milli fingranna). Setjið smjörpappír í ofnskúffu, deigið yfir og aftur smjörpappír yfir það, fletjið út með kökukefli, ca sentimeters þykkt. Bakið við 160° í 20 mín lækkið þá hitann í 110°C, snúið kexinu við með því að hvolfa því á aðra ofnskúffu, eða plötu, bakið áfram í 15 mín
.
— HRÖKKKEX – DÓRA EMILS — LISTAHÁSKÓLINN —
.