Hin fullkomna grillmarinering fyrir útileguna

Þórunn Sigurðardóttir tóta grillað kjöt grillmatur fullkomin marinering á kjöti hvernig á að marinera kjöt merinering á kjöt grillkjöt
Þórunn Sigurðardóttir

Hin fullkomna grillmarinering fyrir útileguna

Þórunn Sigurðardóttir birti á fasbókinni* fullkomna aðferð við að marinera kjöt fyrir útlegu eða sumarbúastaðferð. Með góðfúslegu leyfi hennar birtist hér aðferðin góða:

Hér er ábending fyrir þá sem ætla að vera með marga í mat í sumarleyfinu, í grillpartýi í sumarbústað eða á tjaldstæði – og ekkert pláss í ísskáp fyrir allan matinn. Og jafnvel enginn ísskápur.
Þá er rakið að kaupa niðursneiddan lambahrygg, frystan. Maður býr til góðan lög (aldrei að kaupa kryddlegið kjöt, það er saltað eins og fjandinn og mestanpart óætt). Lögin setur maður í krukku og tekur með. Frosnar hryggjarsneiðar eru heilan sólarhring að verða verulega meyrar og góðar. Þannig má taka þær frosnar í bílinn og hafa löginn meðferðis. Svo þegar kjötið fer að þiðna, þá setur maður löginn í tvöldan plastpoka og hryggjarbitana(kótiletturnar) yfir. Bindið vel fyrir svo ekkert sullist og þannig má hafa þetta í vel 12 – 24 tíma í skottinu. En helst ekki lengur. Tilbúið á grillið eða í ofn. Ef þið eruð með grill, þá passið að kjötið sé vel steikt í gegn. Best að grilla fyrst og hafa svo á lágum hita á grillinu í svona klukkutíma. Lambakjöt á alltaf að vera langsteikt. Og lítið saltað. Engan pækil með rotvarnarefnum. Ekkert gervikrydd og dót. Allt ekta. Fyrir 10 manns þarftu 2 hryggi niðursneidda.

Svona geri ég löginn;

Góð ólífuolía, hindberjasaft, smá portvín, mikið af klipptu rósmarín, steinselju og timian – lárviðarlauf, smá Wild Berry salt frá Urta.islandica, mulinn rósapipar og einiber líka og stráð yfir. Ég nota helst aldrei hvítlauk með lambakjöti, frekar eitthvað aðeins sætt. Hvítlaukurinn er fínn í kartöflusalatið sem er mjög gott með. Með þessu er td góð köld sósa frá Hamborgarafabrikkunni, smábragðbætt -kartöflusaltat, og klettasalat. En ekki láta ykkur detta í hug að bera fram lambahrygg, niðursneiddan(kótilettur) eða tala nú ekki um heilan fyrr en hann hefur verið amk 2 tíma í ofni/grilli. Svo má salta aðeins á fituröndina um leið og þetta er borið fram og þetta er jafngott kalt daginn eftir. Vessgú!

GRILLLAMBAKJÖTFASBÓK — ÞÓRUNN SIGURÐARD

*Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

— HIN FULLKOMNA MARINERING —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.