Pekanpæ

pekanpæ, hrátertur, terta, raw hollusta food kaka hnetur pekanhnetur
Pekanpæ

Pekanpæ. Það er nú gaman að segja frá því að á topp tíu yfir mest skoðuðu uppskriftir síðasta árs eru þrjár hráfæðistertur. Hér er enn ein dásemdin sem allir(eða langflestir) eiga eftir að elska – guðdómlega gott.

Pekanpæ

Botn:

2 dl pekanhnetur

2 dl valhnetur

1/4 tsk salt

1 dl kókosmjöl

2 1/2 dl döðlur (saxaðar gróft og lagðar í bleyti í 30 mín)

Fylling:

2 1/2 – 3 dl döðlur, lagðar í bleyti í amk klst

3 dl pekanhnetur

1 dl kókosolía, fljótandi

2 tsk vanillu extrakt

1 tsk kanill

1/4 tsk múskat

smá salt

Botn: Setjið pekanhnetur, valhnetur, salt, kókosmjöl og döðlur í matvinnsluvél og maukið dável. Setjið hring af bökunarformi á tertudisk og „deigið“  þar í, þjappið vel og látið fara aðeins upp með hliðunum.

Fylling: Setjið allt í matvinnsluvél (nema 1 dl af pekanhnetum) og maukið mjög vel. Þynnið með vatninu af döðlunum ef þarf. Setjið yfir botninn og skreytið með pekanhnetum. Geymið í ísskáp í ca 4 klst og þá er hún alveg tilbúin 🙂 Skreytið með restinni af pekanhnetunum og litfögrum ávöxtum.

FLEIRI HRÁTERTUR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave