Auglýsing
pekanpæ, hrátertur, terta, raw hollusta food kaka hnetur pekanhnetur
Pekanpæ

Pekanpæ. Það er nú gaman að segja frá því að á topp tíu yfir mest skoðuðu uppskriftir síðasta árs eru þrjár hráfæðistertur. Hér er enn ein dásemdin sem allir(eða langflestir) eiga eftir að elska – guðdómlega gott.

Pekanpæ

Auglýsing

Botn:

2 dl pekanhnetur

2 dl valhnetur

1/4 tsk salt

1 dl kókosmjöl

2 1/2 dl döðlur (saxaðar gróft og lagðar í bleyti í 30 mín)

Fylling:

2 1/2 – 3 dl döðlur, lagðar í bleyti í amk klst

3 dl pekanhnetur

1 dl kókosolía, fljótandi

2 tsk vanillu extrakt

1 tsk kanill

1/4 tsk múskat

smá salt

Botn: Setjið pekanhnetur, valhnetur, salt, kókosmjöl og döðlur í matvinnsluvél og maukið dável. Setjið hring af bökunarformi á tertudisk og „deigið“  þar í, þjappið vel og látið fara aðeins upp með hliðunum.

Fylling: Setjið allt í matvinnsluvél (nema 1 dl af pekanhnetum) og maukið mjög vel. Þynnið með vatninu af döðlunum ef þarf. Setjið yfir botninn og skreytið með pekanhnetum. Geymið í ísskáp í ca 4 klst og þá er hún alveg tilbúin 🙂 Skreytið með restinni af pekanhnetunum og litfögrum ávöxtum.

FLEIRI HRÁTERTUR