Pekanpæ

pekanpæ, hrátertur, terta, raw hollusta food kaka hnetur pekanhnetur
Pekanpæ

Pekanpæ. Það er nú gaman að segja frá því að á topp tíu yfir mest skoðuðu uppskriftir síðasta árs eru þrjár hráfæðistertur. Hér er enn ein dásemdin sem allir(eða langflestir) eiga eftir að elska – guðdómlega gott.

Pekanpæ

Botn:

2 dl pekanhnetur

2 dl valhnetur

1/4 tsk salt

1 dl kókosmjöl

2 1/2 dl döðlur (saxaðar gróft og lagðar í bleyti í 30 mín)

Fylling:

2 1/2 – 3 dl döðlur, lagðar í bleyti í amk klst

3 dl pekanhnetur

1 dl kókosolía, fljótandi

2 tsk vanillu extrakt

1 tsk kanill

1/4 tsk múskat

smá salt

Botn: Setjið pekanhnetur, valhnetur, salt, kókosmjöl og döðlur í matvinnsluvél og maukið dável. Setjið hring af bökunarformi á tertudisk og „deigið“  þar í, þjappið vel og látið fara aðeins upp með hliðunum.

Fylling: Setjið allt í matvinnsluvél (nema 1 dl af pekanhnetum) og maukið mjög vel. Þynnið með vatninu af döðlunum ef þarf. Setjið yfir botninn og skreytið með pekanhnetum. Geymið í ísskáp í ca 4 klst og þá er hún alveg tilbúin 🙂 Skreytið með restinni af pekanhnetunum og litfögrum ávöxtum.

FLEIRI HRÁTERTUR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðikasjúsmákökur

Sukkuladikasju-smakokur

Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂