Kókosbollur með ávöxtum og rjóma

Kókosbollur Kókosbollur með ávöxtum og rjóma.Sólveig, Árdís, Albert, Andri Björn, Elín Lilja og Vilborg Í Eurovisionmatarboði í gær voru gestir beðnir að koma í litfögrum fötum sem minntu á framlag Íslands til keppninnar og taka með sér litskrúðugan mat á hlaðborð.
Kókosbollur með ávöxtum og rjóma

Kókosbollur með ávöxtum og rjóma

Í Eurovisionmatarboði í gær voru gestir beðnir að koma í litfögrum fötum sem minntu á framlag Íslands til keppninnar og taka með sér litskrúðugan mat á hlaðborð.

Auðvitað þarf ekki að nota matarlit saman við rjómann, það má vel sprauta honum yfir og raða ferskum ávöxtum þar á – þessi matarlitsútgáfa var gerð í tilefni Söngvakeppninnar.

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — EUROVISION — PÁLÍNUBOÐ

.

 Kókosbollur með ávöxtum og rjóma

8 kókosbollur

4 dl rjómi

matarlitur

ávextir til skrauts

Skerið kókosbollurnar í tvennt og raðið á disk með sárið upp. Þeytið rjómann og skiptið honum í fjórar skálar. Blandið matarlit saman við (einn lit í hverja skál), sprautið ofan á kókosbolluna og raðið ávöxtum í sama lit ofan á.

FLEIRI KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR

Kókosbollur sólveig vilborg árdís albert andri björn elín lilja eurovisionpartý
Sólveig, Árdís, Albert, Andri Björn, Elín Lilja og Vilborg

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — EUROVISION — PÁLÍNUBOÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöflumús úr sætum kartöflum

Sætkartöflumús

Kartöflumús úr sætum kartöflum er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati....

Döðluterta – dásamlega góð

Döðluterta

Döðluterta. Kata vinkona mín er einstaklega glaðleg og „elegant“ kona, sem vílar ekki hlutina fyrir sér, enda leikur allt í höndunum á henni, þar á meðal matargerð. Af henni hef ég þegið ýmis góð ráð og frá henni er þessi lauflétta döðluterta ættuð.

Til hátíðabrigða er tilvalið að skella í þessa fínu köku, sem er bæði létt og „elegant“, eins og Kata sjálf! Og ekki verður sagt að þeyttur rjómi eða góður ís spilli ánægjunni ...