Auglýsing
Kókosbollur Kókosbollur með ávöxtum og rjóma.Sólveig, Árdís, Albert, Andri Björn, Elín Lilja og Vilborg Í Eurovisionmatarboði í gær voru gestir beðnir að koma í litfögrum fötum sem minntu á framlag Íslands til keppninnar og taka með sér litskrúðugan mat á hlaðborð.
Kókosbollur með ávöxtum og rjóma

Kókosbollur með ávöxtum og rjóma. Í Eurovisionmatarboði í gær voru gestir beðnir að koma í litfögrum fötum sem minntu á framlag Íslands til keppninnar og taka með sér litskrúðugan mat á hlaðborð.

Auðvitað þarf ekki að nota matarlit saman við rjómann, það má vel sprauta honum yfir og raða ferskum ávöxtum þar á – þessi matarlitsútgáfa var gerð í tilefni Söngvakeppninnar.

 Kókosbollur með ávöxtum og rjóma

8 kókosbollur

4 dl rjómi

matarlitur

ávextir til skrauts

Skerið kókosbollurnar í tvennt og raðið á disk með sárið upp. Þeytið rjómann og skiptið honum í fjórar skálar. Blandið matarlit saman við (einn lit í hverja skál), sprautið ofan á kókosbolluna og raðið ávöxtum í sama lit ofan á.

FLEIRI KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR

Kókosbollur sólveig vilborg árdís albert andri björn elín lilja eurovisionpartý
Sólveig, Árdís, Albert, Andri Björn, Elín Lilja og Vilborg
Auglýsing