Kartöflusalat með Dijondressingu
María frænka mín í Neskaupstað sagði mér frá ómótstæðilega góðu kartöflusalati sem hún gerir oft en uppskriftin kemur frá dóttir hennar í þýskalandi – þær mæðgur hrista þetta fram úr erminni þegar mikið liggur við.
— KARTÖFLUR — SALÖT — MARÍA GUÐJÓNS — NESKAUPSTAÐUR —
.
Kartöflusalat með Dijondressingu
500 g soðnar kartöflur
Dressing:
1 msk Dijon sinnep
1 dl sjóðandi heitt vatn
2 dl saxaður blaðlaukur
1/2 tsk múskat
1 1/2 msk hvítvínsedik
2 msk góð olía
grænmetiskraftur
salt og pipar.
Skerið kartöflurnar í bita, setjið í skál. Blandið sinnepi, vatni, blaðlauk, múskati, hvítvínsediki, olíu, grænmetiskrafti, salti og pipar vel saman og hellið yfir kartöflurnar.
Láta standa örlítið til að taka sig. Borðist volgt.
Til tilbreytingar má skera 1/4 gúrku með ostaskera út í.
.
— KARTÖFLUR — SALÖT — MARÍA GUÐJÓNS — NESKAUPSTAÐUR —
— KARTÖFLUSALAT MEÐ DIJONDRESSINGU —
.