Kartöflusalat með Dijondressingu

Kartöflusalat með Dijondressingu DIJON maría guðjónsdóttir neskaupstaður
Kartöflusalat með Dijondressingu

Kartöflusalat með Dijondressingu

María frænka mín í Neskaupstað sagði mér frá ómótstæðilega góðu kartöflusalati sem hún gerir oft en uppskriftin kemur frá dóttir hennar í þýskalandi – þær mæðgur hrista þetta fram úr erminni þegar mikið liggur við.

KARTÖFLURSALÖTMARÍA GUÐJÓNSNESKAUPSTAÐUR

.

Kartöflusalat með Dijondressingu

500 g soðnar kartöflur

Dressing:

1 msk Dijon sinnep

1 dl sjóðandi heitt vatn

2 dl saxaður blaðlaukur

1/2 tsk múskat

1 1/2 msk hvítvínsedik

2 msk góð olía

grænmetiskraftur

salt og pipar.

Skerið kartöflurnar í bita, setjið í skál. Blandið sinnepi, vatni, blaðlauk, múskati, hvítvínsediki, olíu, grænmetiskrafti, salti og pipar vel saman og hellið yfir kartöflurnar.

Láta standa örlítið til að taka sig.  Borðist volgt.
Til tilbreytingar má skera 1/4 gúrku með ostaskera út í.

.

KARTÖFLURSALÖTMARÍA GUÐJÓNSNESKAUPSTAÐUR

— KARTÖFLUSALAT MEÐ DIJONDRESSINGU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Litríkt veislunammi frá Nínu

Litríkt veislunammi frá Nínu. Nína Jónsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún útbýr þessar litríku kúlur sem innihalda lakkrís og súkkulaði. Hægt er að sérpanta hjá henni flesta liti. Sjálf hefur hún gaman af því að halda veislur og vera með litaþema þannig kom þessi hugmynd upphaflega upp fyrir skírnarveislur en svo beint í kjölfarið byrjaði HM stemningin svo Nína fór að gera kúlur í fánalitunum. „Regnboga litirnir fyrir gleðigönguna voru svo eðlilegt framhald enda finnst mér þeir svo fallegir og ég fer alla leið að sjálfsögðu í gleðinni"