Auglýsing
Sterkur indverskur pottréttur kjúklingabaunir indland
Sterkur indverskur pottréttur

Sterkur indverskur pottréttur

Held ég gleymi seint fyrstu upplifun minni af indverskum mat. Íslenskt hreystimenni, kominn af víkingum (not) sem kalla ekki allt ömmu sína var ég staddur veitingastað í ónefndri borg pantaði ég mildan indverskan karrýrétt…. Þrátt fyrir að hafa drukkið einn eða tvo lítra af vatni með gekk lítið að ljúka af diskinum. En svo má illu venjast að gott þyki 🙂

INDLANDPOTTRÉTTIR

.

Sterkur indverskur pottréttur

Pasta:

2 laukar

6-7 hvítlauksrif

4 cm engifer

lítil dós tómatpurré

olía

1 Habanero chili eða nokkrir 6-10 chili úr næstu búð

1 tsk túrmerik

1 tsk Garam masala

1 tsk kúmmín

1 tsk kóriander fræ

Sett á pönnu með 2 kanilstöngum, 7 kardimommufræjum. Steikt grænmeti t.d. fennel, sæt kartafla, sveppir, zucchini, blómkál, brokkólí. Þá fer út í 1 dós kjúklingabaunir,
Soðið meðan hrísgrjónin sjóða. Síðast er 1 dós kókosmjólk bætt út í (í staðinn má hafa 1 tómatadós, sem þá er sett út í áður en byrjað er að sjóða), 1 bolli vatn. Sætt með t.d. 1 msk af hunangi.

… Æði með miklu af hrísgrjónum, Naan brauði og með er drukkið lassi sem er mango drykkur úr jógúrt og mjólk. http://www.foodnetwork.com/recipes/jamie-oliver/mango-lassi-recipe.html#!

INDLANDPOTTRÉTTIR

.

Auglýsing