Auglýsing
Kasjúmæjónes Kasjú mæjónes – salatsósa sítróna kasjúhnetur
Kasjú mæjónes – salatsósa

Kasjú mæjónes – salatsósa. Merkilegt, enn er til fólk sem heldur að mæjónes sé óhollt og slæmt fyrir okkur. En því fer fjarri, t.d. ef olían sem er notuð er góð – svo er gaman að gera sitt eigið mæjónes. Svo má gera enn betra og miklu hollara mæjónes úr kasjúnetum og fleira góðgæti. Því miður átti ég ekki rauða papriku

KASJÚHNETURMÆJÓNES

Auglýsing

Kasjú mæjónes – salatsósa

2 dl kasjúhnetur, leggið í bleyti 2-4 klst

1 paprika skorin í bita

3 msk sítrónusafi

3 tsk laukduft

1 1/2  msk næringarger

2 hvítlauksrif

3 döðlur

smá hunang

1/2 tsk salt

vatn til að þynna.

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Þynnið með vatni ef þarf.