Kryddbrauð – Pain d’epices. Hunangskryddbrauð eru hreinasta dásemd. Sjálfur set ég oftast heldur meira af kryddum en gefið er upp, ætli ég mundi ekki setja um hálfa teskeið af hverju kryddi. Nótabene, ég bakaði ekki brauðið, Þóra Einars kom með það með föstudagskaffinu í vinnunni.
— ÞÓRA EINARSDÓTTIR — KRYDDBRAUÐ — KAFFIMEÐLÆTI — BRAUÐ —
Kryddbrauð – Pain d’epices
4 dl súrmjólk
300 g hunang
2 egg
500 g heilhveiti(eða hveiti)
3 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk hjartasalt
kanill, allrahanda, negull, engifer og anís, vel af þessum kryddum,(ég notaði ferskan rifinn engifer, negulnagla og stjörnuanís sem ég kramdi saman í morteli, þá fær maður algjöra ilmþerapíu út úr bakstrinum)
Þetta blauta þeytt saman, kryddin út í það, svo þurrefnin og bara rétt að blanda áður en þessu er skellt í form og inn í ofn. 160° í ca 50 mín. Gott að hafa þetta ekkert of hátt í forminu, meira eins og skúffuköku.
.
.