Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónuterta, sítróna, terta, kaffimeðlæti Sítrónuterta með stóru S-i baka kaka lime sítrónukaka
Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónur gera suma rétti enn betri, stundum smá mótvægi við sætindin. Sjálfur er ég afar hrifinn af sítrónum í mat þar sem þær eiga við. Hins vegar rak ég upp stór augu þegar ég sá allan þann sítrónusafa sem notaður er í þessa tertu. En mikið óskaplega bragðast hún vel með góðum kaffibolla. Tertan var borin fram volg með vanilluís.

🍋

TERTURSÍTRÓNURKAFFIMEÐLÆTI

🍋

Sítrónuterta með stóru S-i

2 b sykur
3 egg
rifinn börkur af 3 sítrónum
safi úr 2 sítrónum
1 b olía
1 b hrein jógúrt
2 1/2 b  hveiti

Sítrónusíróp ofan á:

1/2 b ferskur sítrónusafi
3/4 b sykur
6-8 möndlur, saxaðar gróft
1msk rifinn lime börkur
1 msk rifinn sítrónubörkur
1/4 b vatn.

Hrærið vel sama egg og sykur, bætið við sírtónuberki, sítrónusafa, olíu og jógúrt. Blandið að lokum hveiti saman við. Bakið í frekar stóru kringlóttu formi við 170° í um 35-40 mín.

Á meðan kakan bakast, útbúið sírópið. Setjið í pott sítrónusafa, sykur og vatn og látið sjóða í um 10 mín (eða lengur) bætið við berki og möndlum og veltið þeim í sírópinu í nokkrar mín. Hellið yfir tertuna á meðan hún er enn heit.  Berið tertuna fram með ís eða rjóma.

TERTURSÍTRÓNURKAFFIMEÐLÆTI

— SÍTRÓNUTERTA MEÐ STÓRU S-I —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skírnarkjúlli

Skírnarkjúlli. Stundum verða hinir og þessir réttir til eins og fyrri hálfgerða tilviljun, fólk notar það sem er til við hinar og þessar aðstæður. Kristín útbjó kjúklingaréttinn fyrir skírnarveislu í fjölskyldunni. Rétturinn hefur síðan verið vinsæll, enda einfaldur og góður.

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur. Margir eru hrifnir af því að taka með eitthvað matarkyns til vina sinna. Það er gráupplagt að taka með ristaðar hnetur, svo er líka gaman að eiga þær til að maula á. Hneturnar eru hollar og cayenne já og hunang líka ;) í staðinn fyrir pekanhnetur má nota möndlur

Móðir jörð – Vallanes á Héraði

Móðir jörð - Vallanes á Héraði. Miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar er Vallanes. Hjónin Eymundur og Eygló stunda þar lífræna framleiðslu undir vörumerkinu Móðir Jörð. Þau leggja stund á korn- og grænmetisræktun og framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Ég fór í hlaðborð þar í vikunni og fékk dásamlegar tertur á eftir

Café París í Austurstræti

Café París í Austurstræti. Nýlega var Café París í miðbæ Reykjavíkur tekið hressilega í gegn og endurskipulagt í einu og öllu. Hið nýja Café París er einkar vel heppnað, Parísarstemningin allsráðandi og mættu gömlu Íslendingastaðirnir í París, eins og Select og Café de Flore herma svolítið eftir. Allt er vandað og gerðarlegt, diskar merktir staðnum, hnífapör vegleg og þjónar bæði frjálslegir og þægilegir og fallega klæddir í hvítum skyrtum með stórar síðar brúnar svuntur. Staðsetningin er auðvitað ein sú besta á landinu og stéttin ein sú veðursælasta, enda fyllist hún við Austurvöll á augabragði, ef sést til sólar og þarf ekki alltaf sólskin til.

Kvennaskólinn á Blönduósi heimsóttur sextíu árum eftir útskrift

Sléttum sextíu árum frá útskrift heimsótti mamma kvennaskólann á Blönduósi. Elskuleg kona tók á móti okkur og leyfði okkur að fara um húsið. Litla herbergi mömmu, sem hún deildi með þremur stúlkum, var skoðað vandlega. Því miður var eldhúsið læst en hér er MYNDBAND sem ég tók þar í vetur.

Fyrri færsla
Næsta færsla