Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónuterta, sítróna, terta, kaffimeðlæti Sítrónuterta með stóru S-i baka kaka lime sítrónukaka
Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónur gera suma rétti enn betri, stundum smá mótvægi við sætindin. Sjálfur er ég afar hrifinn af sítrónum í mat þar sem þær eiga við. Hins vegar rak ég upp stór augu þegar ég sá allan þann sítrónusafa sem notaður er í þessa tertu. En mikið óskaplega bragðast hún vel með góðum kaffibolla. Tertan var borin fram volg með vanilluís.

🍋

TERTURSÍTRÓNURKAFFIMEÐLÆTI

🍋

Sítrónuterta með stóru S-i

2 b sykur
3 egg
rifinn börkur af 3 sítrónum
safi úr 2 sítrónum
1 b olía
1 b hrein jógúrt
2 1/2 b  hveiti

Sítrónusíróp ofan á:

1/2 b ferskur sítrónusafi
3/4 b sykur
6-8 möndlur, saxaðar gróft
1msk rifinn lime börkur
1 msk rifinn sítrónubörkur
1/4 b vatn.

Hrærið vel sama egg og sykur, bætið við sírtónuberki, sítrónusafa, olíu og jógúrt. Blandið að lokum hveiti saman við. Bakið í frekar stóru kringlóttu formi við 170° í um 35-40 mín.

Á meðan kakan bakast, útbúið sírópið. Setjið í pott sítrónusafa, sykur og vatn og látið sjóða í um 10 mín (eða lengur) bætið við berki og möndlum og veltið þeim í sírópinu í nokkrar mín. Hellið yfir tertuna á meðan hún er enn heit.  Berið tertuna fram með ís eða rjóma.

TERTURSÍTRÓNURKAFFIMEÐLÆTI

— SÍTRÓNUTERTA MEÐ STÓRU S-I —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla