Auglýsing

Hrökkkex

Hrökkkex. Sumir lenda í vandræðum með hratið, eftir að hafa pressað sér grænmetis- og ávaxtasafa. Hratið má td. nota í ýmsa grænmetisrétti eða í kex eins og þetta. Að lokinni pressun morgunsins urðu eftir um 2 dl af hrati úr spínati, engiferi, sellerýi, mangó, gulrótum og steinselju. Þá voru brettar upp ermar og bakað hollt og gott hrökkkex.

Auglýsing

Hrökkkex

1 pk Vilkó hrökkkex

1 dl olía

2 dl grænmetishrat

1 tsk rósmarín

salt, pipar, túrmerik

vatn

Setjið innihald pakkans í skál, bætið við grænmetishrati og kryddum. Blandið saman með höndunum(myljið vel saman milli fingranna). Setjið olíuna út í og svo vatn við eftir þörfum, ath að deigið á að vera frekar þykkt. Leggið bökunarpappír á ofnskúffu, setjið deigið þar á og loks aðra örk af bökunarpappír. Rúllið deiginu út með kökukefli þar til það er orðið jafnt þunnt. Takið efri bökunarpappírinn af, skerið rákir í deigið (þá verður auðveldara að brjóta það að loknum bakstri) og bakið við 160° í um 30 mín eða þar til það er orðið passlega stökkt.

Til tilbreytingar má setja 2 msk af rifnum osti (það er rifinn ostur í kexinu á myndinni), oreganó, múskat eða annað gott krydd. Svo má alltaf bæta við fræjum saman við blönduna.

SJÁ EINNIG: HRÖKKKEX —

Vilko

Hrökkkex

Í þessari útgáfu er túrmeriki, rósmaríni og papriku stráð yfir fyrir bakstur

Hrokkkex