Hrökkkex

Hrökkkex

Hrökkkex. Sumir lenda í vandræðum með hratið, eftir að hafa pressað sér grænmetis- og ávaxtasafa. Hratið má td. nota í ýmsa grænmetisrétti eða í kex eins og þetta. Að lokinni pressun morgunsins urðu eftir um 2 dl af hrati úr spínati, engiferi, sellerýi, mangó, gulrótum og steinselju. Þá voru brettar upp ermar og bakað hollt og gott hrökkkex.

Hrökkkex

1 pk Vilkó hrökkkex

1 dl olía

2 dl grænmetishrat

1 tsk rósmarín

salt, pipar, túrmerik

vatn

Setjið innihald pakkans í skál, bætið við grænmetishrati og kryddum. Blandið saman með höndunum(myljið vel saman milli fingranna). Setjið olíuna út í og svo vatn við eftir þörfum, ath að deigið á að vera frekar þykkt. Leggið bökunarpappír á ofnskúffu, setjið deigið þar á og loks aðra örk af bökunarpappír. Rúllið deiginu út með kökukefli þar til það er orðið jafnt þunnt. Takið efri bökunarpappírinn af, skerið rákir í deigið (þá verður auðveldara að brjóta það að loknum bakstri) og bakið við 160° í um 30 mín eða þar til það er orðið passlega stökkt.

Til tilbreytingar má setja 2 msk af rifnum osti (það er rifinn ostur í kexinu á myndinni), oreganó, múskat eða annað gott krydd. Svo má alltaf bæta við fræjum saman við blönduna.

SJÁ EINNIG: HRÖKKKEX —

Vilko

Hrökkkex

Í þessari útgáfu er túrmeriki, rósmaríni og papriku stráð yfir fyrir bakstur

Hrokkkex

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.