Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum möndlur brauð kaffimeðlæti brauð BRAUÐ MEÐ BANÖNUM bananar
Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.

BANANABRAUР— SÚKKULAÐIMÖNDLUR

.

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

2 vel þroskaðir bananar

2 egg

1 msk olía

4 dl hveiti

1/2 tsk matarsódi

1 tsk salt

100 g saxað dökkt gott súkkulaði

1 dl möndlur, saxaðar

Stappið bananana með gaffli, bætið eggjum við, þá þurrefnunum, olíunni, súkkulaðinu og möndlunum og setjið í form. Bakið í 45 – 50 min við 160°
ezy pezy ; ) góða skemmtun.

BANANABRAUР— SÚKKULAÐIMÖNDLUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Avókadó hrákaka - „Vá, þvílíka kakan!!". Seint hætti ég að dásama hrátertur. Þær eru ekki bara hollar heldur líka ljúffengar. Svo er avókadó fullt af góðum fitum. Þessa fallegu ljósgrænu hollustutertu fór vinkona mín með í vinnuna og einn vinnufélagi hennar sagði „Vá, þvílíka kakan!!"

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave