Auglýsing
Bananabrauð með súkkulaði og möndlum möndlur brauð kaffimeðlæti brauð BRAUÐ MEÐ BANÖNUM bananar
Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.

BANANABRAUР— SÚKKULAÐIMÖNDLUR

Auglýsing

.

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

2 vel þroskaðir bananar

2 egg

1 msk olía

4 dl hveiti

1/2 tsk matarsódi

1 tsk salt

100 g saxað dökkt gott súkkulaði

1 dl möndlur, saxaðar

Stappið bananana með gaffli, bætið eggjum við, þá þurrefnunum, olíunni, súkkulaðinu og möndlunum og setjið í form. Bakið í 45 – 50 min við 160°
ezy pezy ; ) góða skemmtun.

BANANABRAUР— SÚKKULAÐIMÖNDLUR

.