Kjúklingabauna- og avókadósalat

Kjúklingabauna- og avókadósalat feta AVÓKADÓ KJÚKLINGABAUNASALAT
Kjúklingabauna- og avókadósalat

Kjúklingabauna- og avókadósalat

Einfalt, ódýrt og bragðgott salat sem hentar með öllum mat. Heyrði einhvern tíman ágætt ráð til að fá heimilisfólk til að borða meira af grænmeti; hafa grænmetið/meðlætið í amk tveimur útgáfum. Þeas t.d. bakað og hrátt, steikt og soðið…. Borðum og borðum grænmeti.

KJÚKLINGABAUNIRSALÖTAVÓKADÓ

.

Kjúklingabauna- og avókadósalat

1/2 ds niðursoðnar kjúklingabaunir

2 avókadó, söxuð gróft

1/3 b steinselja, söxuð

3 msk saxaður blaðlaukur

1/2 b fetaostur í bitum

safi úr einni lime

salt og pipar

Hellið kjúklingabaununum á sigti og skolið með köldu vatni. Setjið þær í skál og bætið við avókadó, steinselju, blaðlauk, feta, limesafa, salti og pipar. Látið standa við stofuhita í um klst áður en er borið fram.

.

KJÚKLINGABAUNIRSALÖTAVÓKADÓ

KJÚKLINGABAUNA- OG AVÓKADÓSALAT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Limalangur og toginleitur

Toginleitur

Í grönnum manngerðum er beinakerfið allt léttbyggt. Annað hvort er maðurinn allur lítill og fíngerður, eða hár og grannur. Venjulega er hann limalangur og toginleitur. Hann er sjaldan feitur. Venjulega er húðin mjúk og þunn. Höfuðhár er venulega mikið; það endist vel, oft alla ævi.

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja