Kjúklingabauna- og avókadósalat

Kjúklingabauna- og avókadósalat feta AVÓKADÓ KJÚKLINGABAUNASALAT
Kjúklingabauna- og avókadósalat

Kjúklingabauna- og avókadósalat

Einfalt, ódýrt og bragðgott salat sem hentar með öllum mat. Heyrði einhvern tíman ágætt ráð til að fá heimilisfólk til að borða meira af grænmeti; hafa grænmetið/meðlætið í amk tveimur útgáfum. Þeas t.d. bakað og hrátt, steikt og soðið…. Borðum og borðum grænmeti.

KJÚKLINGABAUNIRSALÖTAVÓKADÓ

.

Kjúklingabauna- og avókadósalat

1/2 ds niðursoðnar kjúklingabaunir

2 avókadó, söxuð gróft

1/3 b steinselja, söxuð

3 msk saxaður blaðlaukur

1/2 b fetaostur í bitum

safi úr einni lime

salt og pipar

Hellið kjúklingabaununum á sigti og skolið með köldu vatni. Setjið þær í skál og bætið við avókadó, steinselju, blaðlauk, feta, limesafa, salti og pipar. Látið standa við stofuhita í um klst áður en er borið fram.

.

KJÚKLINGABAUNIRSALÖTAVÓKADÓ

KJÚKLINGABAUNA- OG AVÓKADÓSALAT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að njóta matar síns á jólahlaðborði

Að njóta matar síns á jólahlaðborði. Matarsóun vesturlandabúa er geigvænleg og hlaðborðsveislur eru hættusvæði því þar hættir fólki til að raða meiru á diska sína en það munu nokkurn tíma geta hesthúsað í einu.

Svalandi rabarbaradrykkur

IMG_8742

Svalandi rabarbaradrykkur. Drykkur þessi er góður mjög hressandi og ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva (sem mætti nú eiginlega kalla þykkni)

Engiferteriyaki hlýri

Engifer teriyaki hlýri. Af einhverjum ástæðum lauma ég alltaf meira af hvítlauk og engifer en sagt er í uppskriftum, en reyni að stilla í hóf hér. Þeir sem vilja láta „bíta svolítið í“ geta því aukið magnið, en í báðum tilfellum er hann ægigóður.