Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðluterta, Döðlukaka jarðarberjarjómi, föstudagskaffið, eldhúsperlur björk jónsdóttir söngkona jarðarber rjómi kaka terta kaffimeðlæti mjög góð
Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðluterta með jarðarberjarjóma

Jæja gott fólk, í dag er kjörið að baka döðlutertu með jarðarberjarjóma og bjóða í kaffi. Það er einhver óútskýrð stemning yfir jarðarberjum úr dós. Súpergóð terta sem allir munu elska. Björk kom með þessa dásamlegu góðu tertu í föstudagskaffið í vinnunni fyrir skömmu. #þaðerekkinokkurleiðaðhættaaðborðaþessatertu

🌼

BJÖRK JÓNSDDÖÐLUTERTURFÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINN

🌼

Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðlubotnar:

4 egg
200 g púðursykur
200 g döðlur
100 g saxað dökkt súkkulaði eða súkkulaðidropar
125 g hveiti
1/3 tsk salt

Aðferð: Ofn hitaður í 180° með blæstri. Tvö hringlaga form smurð vel og bökunarpappír settur í botninn.

Saxið döðlur og súkkulaði smátt og blandið ca 1 tsk af hveitinu saman við. Þeytið egg og púðursykur vel þar til ljóst og létt. Blandið hveiti saman við með sleif og því næst döðlunum, salti og súkkulaðinu. Hellið í tvö form og bakið í 15-20 mínútur.

Á milli:
4 dl rjómi
1 stór dós jarðarber

Leggið annan botninn á kökudisk. Opnið jarðarberjadósina og hellið 4-5 msk af safanum jafnt yfir báða botnana. Hellið jarðarberjunum í sigti og stappið þau gróflega með gaffli. Þeytið rjómann og blandið jarðarberjunum svo saman við. Dreifið jarðarberjarjómanum jafnt yfir annan botninn og leggið hinn botninn yfir.

Ofan á:
150 g dökkt suðusúkkulaði
2 msk smjör
2 msk rjómi
1 msk sýróp
1/2 tsk salt

Bræðið allt saman í potti við vægan hita. Kælið aðeins og hellið svo yfir. Dreifið úr kreminu þannig að það leki aðeins niður hliðarnar á tertunni. Geymið tertuna í ísskáp í a.m.k 2-3 klst áður en hún er borin fram. Leyfið henni svo að standa við stofuhita í ca. 30 mínútur áður en hún er skorin.

Björk kom með þessa dásamlegu góðu tertu í föstudagskaffið fyrir skömmu: “mig minnir að uppskriftin sé af hinni ágætu síðu eldhúsperlur.is

🌼

BJÖRK JÓNSDDÖÐLUTERTURFÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINN

— DÖÐLUTERTA MEÐ JARÐARBERJARJÓMA —

🌼

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....