Kókosbolludraumur
Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira” Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu 🙂
— BJÖRK JÓNSD — FÖSTUDAGSKAFFI — KÓKOSBOLLUR — LISTAHÁSKÓLINN — RICE KRISPIES — MARENGS — SNICKERS —
.
Kókosbolludraumur
20 ca. Lady fingers kökur
2 dl sérrý yfir eða annar safi
1/2 l rjómi þeyttur
4-5 kókosbollur
1 Rice krispies botn eða venjulegur marengsbotn (má sleppa)
Jarðarber, bláber, mangó og kíwi og bananar eða aðrir ávextir
2 Snickers.
Raðið Ladyfingers í form, hellið sérrýi/vökva yfir. Bætið kókosbollum saman við þeytta rjómann með sleikju. Brjótið Rice krispies niður og blandið saman við með sleikjunni og setjið yfir Ladyfinger kökurnar (má líka nota makkarónur)
Skerið ávextina niður og raðað ofan á. Skerið Snickers í bita og setjið yfir.
-Í upphaflegu uppskriftinni voru 50 g af súkkulaði og Snickers brætt saman og hellt yfir. Þið ráðið hvora aðferðina þið notið.
— BJÖRK JÓNSD — FÖSTUDAGSKAFFI — KÓKOSBOLLUR — LISTAHÁSKÓLINN — RICE KRISPIES — MARENGS — SNICKERS —
.