
Kryddbrauð Guðrúnar
Snemma beygist krókurinn eins og þar stendur. Frá 7-12 ára aldri var ég í heimavistarskóla og hafði dálæti á þeim konum sem elduðu góðan mat og bökuðu kaffimeðlæti. Ein þeirra var Guðrún, þetta kryddbrauð hennar var í miklu uppáhaldi hjá nemendunum. Eftir krókaleiðum varð ég mér úti um uppskriftina sem er hér lítið breytt en brauðið er alveg jafn gott og þarna um árið.
.
— KRYDDBRAUÐ — BRAUÐ — KAFFIMEÐLÆTI — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR —
.
Kryddbrauð Guðrúnar
6 dl hveiti
6 dl haframjöl
1 1/2 dl sykur
1/2 tsk salt
4-5 dl (soja)mjólk
4 tsk natron
2 tsk kanill
2 tsk negull
2 tsk engifer
Allt hrært saman, sett í brauðform og bakað við 150° í um klst.


.
— KRYDDBRAUÐ — BRAUÐ — KAFFIMEÐLÆTI — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR —
.