Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar, haframjöl, Grímseyjarbrauð heimavist, kanell kanill negull engifer Tunguholt Skólaferðalag heimavistarskóli Fáskrúðsfjörður. Sigmundur vilborg jóhanna þorsteinn óskar TUNGUHOLTSSKÓLI albert guðný Steinvör dagbjört einar hjörtur oddur guðmundur kristmundur steinn karen þórhildur helga Fáskrúðsfjörður tunguholt heimavistarskóli negull kanill fáskrúðsfjörður TUNGA
Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar

Snemma beygist krókurinn eins og þar stendur. Frá 7-12 ára aldri var ég í heimavistarskóla og hafði dálæti á þeim konum sem elduðu góðan mat og bökuðu kaffimeðlæti. Ein þeirra var Guðrún, þetta kryddbrauð hennar var í miklu uppáhaldi hjá nemendunum. Eftir krókaleiðum varð ég mér úti um uppskriftina sem er hér lítið breytt en brauðið er alveg jafn gott og þarna um árið.

.

KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTIFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Kryddbrauð Guðrúnar

6 dl hveiti
6 dl haframjöl
1 1/2 dl sykur
1/2 tsk salt
4-5 dl (soja)mjólk
4 tsk natron
2 tsk kanill
2 tsk negull
2 tsk engifer

Allt hrært saman, sett í brauðform og bakað við 150° í um klst.

Tunguholt Skólaferðalag heimavistarskóli Fáskrúðsfjörður. Sigmundur vilborg jóhanna þorsteinn óskar albert guðný Steinvör dagbjört einar hjörtur oddur guðmundur kristmundur steinn karen þórhildur helga Fáskrúðsfjörður
Nemendur í Tunguholtsskóla í skólaferðalagi. Mér sýnist ég vera fjórði frá hægri í öftustu röð 🙂
Kryddbrauð Guðrúnar kanell kanill negull engifer
Kryddbrauð Guðrúnar

.

KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTIFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

— KRYDDBRAUÐ GUÐRÚNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki. Það er gaman að finna uppskriftir með því að slá inn í google það hráefni sem til er í ísskápnum eða þá það sem mann langar í. Hið seinna gerði ég. Þannig fann ég þessa uppskrift og prófaði. Í upphaflegu uppskriftinni er makríll en í fiskbúðinni keypti ég hlýraflak.