Ljúffengar sultukökur

Ljúffengar sultukökur Snædís Rán Hjartardóttir smákökur jólabakstur smákökubakstur sultukökur
Ljúffengar sultukökur Snædísar Ránar

 Ljúffengar sultukökur. Sjónvarpsstöðin Hringbraut stóð fyrir kökusamkeppni á dögunum. Sætabrauðsdrengirnir matheilu fengu það verkefni að bragða á herlegheitunum og velja bestu kökuna. Allir voru sammála um að þessar Ljúffengu sultukökur ættu fyrsta sætið skilið. Höfundurinn er Snædís Rán Hjartardóttir sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir baráttu sína til að fá túlk sér til aðstoðar en hún er bæði blind, hreyfihömluð og heyrnarlaus. Ánægjulegt þegar fólk eins og Snædís lætur ekkert stöðva sig, til hamingju með verðskuldaðan sigur Snædís Rán.

— SMÁKÖKURJÓLINSætabrauðsdrengirnir

Ljúffengar sultukökur

200 g hveiti

2 tsk lyftiduft

¼ tsk sjávarsalt, fínmulið

150 g kalt smjör skorið í teninga

125 g sykur

1 egg

1 tsk möndludropar

1 tsk vanilla

egg til að pensla með
Hindberja og graneteplahlaup frá St. Dalfour
Gylltur kristalsykur með perluáferð

Hrærið saman hveiti, lyftiduft, salti og smjöri þar til kemur mylsnu-áferð. Bætið sykri og vanillu saman við ásamt eggi og möndludropum. Hrærið þar til deigið er mjúkt en ekki er æskilegt að hræra of lengi. Rúllið deiginu upp í plastfilmu í rúmlega 3 cm þykka pylsur og geymið í ísskáp í 2 klst eða þar til það stífnar. Takið plastið af og veltið henni uppúr gyllta sykrinumog skerið niður í ½ cm þykkar sneiðar. Búið til holur í miðjunni með puttanum, penslið kökurnar með hrærðu eggi og ½ tsk af sultu sett í holuna á hverri og einni.
Kökurnar eru bakaðar við 180°C á blástri í 10 mínútur og látnar kólna á grind.

Saetabraudsdrengirnir
Saetabraudsdrengirnir

— LJÚFFENGAR SULTUKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Scones – enskar skonsur

Scones. Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær - amk gengur ekki að tala um skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur" sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein er sú að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður. Þessi réttur hentar vel í Tagínu. Ef þið eigið ekki slíka græju þá er best að setja í eldfast form og elda í ofni. Eitt af því sem einkennir marokkóskan mat er að fjölmörg krydd eru notuð í sama réttinn og með þeim eitthvað sætt, oftast þurrkaðir ávextir. Í þessari uppskrift eru rúsínur og döðlur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave