Ljúffengar sultukökur

Ljúffengar sultukökur Snædís Rán Hjartardóttir smákökur jólabakstur smákökubakstur sultukökur
Ljúffengar sultukökur Snædísar Ránar

 Ljúffengar sultukökur. Sjónvarpsstöðin Hringbraut stóð fyrir kökusamkeppni á dögunum. Sætabrauðsdrengirnir matheilu fengu það verkefni að bragða á herlegheitunum og velja bestu kökuna. Allir voru sammála um að þessar Ljúffengu sultukökur ættu fyrsta sætið skilið. Höfundurinn er Snædís Rán Hjartardóttir sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir baráttu sína til að fá túlk sér til aðstoðar en hún er bæði blind, hreyfihömluð og heyrnarlaus. Ánægjulegt þegar fólk eins og Snædís lætur ekkert stöðva sig, til hamingju með verðskuldaðan sigur Snædís Rán.

— SMÁKÖKURJÓLINSætabrauðsdrengirnir

Ljúffengar sultukökur

200 g hveiti

2 tsk lyftiduft

¼ tsk sjávarsalt, fínmulið

150 g kalt smjör skorið í teninga

125 g sykur

1 egg

1 tsk möndludropar

1 tsk vanilla

egg til að pensla með
Hindberja og graneteplahlaup frá St. Dalfour
Gylltur kristalsykur með perluáferð

Hrærið saman hveiti, lyftiduft, salti og smjöri þar til kemur mylsnu-áferð. Bætið sykri og vanillu saman við ásamt eggi og möndludropum. Hrærið þar til deigið er mjúkt en ekki er æskilegt að hræra of lengi. Rúllið deiginu upp í plastfilmu í rúmlega 3 cm þykka pylsur og geymið í ísskáp í 2 klst eða þar til það stífnar. Takið plastið af og veltið henni uppúr gyllta sykrinumog skerið niður í ½ cm þykkar sneiðar. Búið til holur í miðjunni með puttanum, penslið kökurnar með hrærðu eggi og ½ tsk af sultu sett í holuna á hverri og einni.
Kökurnar eru bakaðar við 180°C á blástri í 10 mínútur og látnar kólna á grind.

Saetabraudsdrengirnir
Saetabraudsdrengirnir

— LJÚFFENGAR SULTUKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.