Ljúffengar sultukökur

Ljúffengar sultukökur Snædís Rán Hjartardóttir smákökur jólabakstur smákökubakstur sultukökur
Ljúffengar sultukökur Snædísar Ránar

 Ljúffengar sultukökur. Sjónvarpsstöðin Hringbraut stóð fyrir kökusamkeppni á dögunum. Sætabrauðsdrengirnir matheilu fengu það verkefni að bragða á herlegheitunum og velja bestu kökuna. Allir voru sammála um að þessar Ljúffengu sultukökur ættu fyrsta sætið skilið. Höfundurinn er Snædís Rán Hjartardóttir sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir baráttu sína til að fá túlk sér til aðstoðar en hún er bæði blind, hreyfihömluð og heyrnarlaus. Ánægjulegt þegar fólk eins og Snædís lætur ekkert stöðva sig, til hamingju með verðskuldaðan sigur Snædís Rán.

— SMÁKÖKURJÓLINSætabrauðsdrengirnir

Ljúffengar sultukökur

200 g hveiti

2 tsk lyftiduft

¼ tsk sjávarsalt, fínmulið

150 g kalt smjör skorið í teninga

125 g sykur

1 egg

1 tsk möndludropar

1 tsk vanilla

egg til að pensla með
Hindberja og graneteplahlaup frá St. Dalfour
Gylltur kristalsykur með perluáferð

Hrærið saman hveiti, lyftiduft, salti og smjöri þar til kemur mylsnu-áferð. Bætið sykri og vanillu saman við ásamt eggi og möndludropum. Hrærið þar til deigið er mjúkt en ekki er æskilegt að hræra of lengi. Rúllið deiginu upp í plastfilmu í rúmlega 3 cm þykka pylsur og geymið í ísskáp í 2 klst eða þar til það stífnar. Takið plastið af og veltið henni uppúr gyllta sykrinumog skerið niður í ½ cm þykkar sneiðar. Búið til holur í miðjunni með puttanum, penslið kökurnar með hrærðu eggi og ½ tsk af sultu sett í holuna á hverri og einni.
Kökurnar eru bakaðar við 180°C á blástri í 10 mínútur og látnar kólna á grind.

Saetabraudsdrengirnir
Saetabraudsdrengirnir

— LJÚFFENGAR SULTUKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hreyfing, félagsleg þörf og næring. Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.  

Frönsk eplabaka

Fronskeplabaka

Frönsk eplabaka. Ó, þessi er alltaf svo góð, vorum með matarboð þar sem þemað var Frakkland, gestirnir lofuðu bökuna í hástert, hún var borin var fram með Kjörís ársins