Döðluterta – þessi er mjög góð

 Döðluterta döðlukaka kókosmjöl kaka terta með döðlum súkkulaði kaka terta kaffimeðlæti Döðluterta – þessi er mjög góð
Döðluterta – þessi er mjög góð

Döðluterta

Held ég hafi ekki tölu á öllum þeim döðlutertum sem ég hef smakkað á lífsleiðinni. Eins og gengur eru þær misgóðar – þessi er mjög góð. Er ekki alveg upplagt að baka með kaffinu í dag?

DÖÐLUTERTURDÖKKT SÚKKULAÐIDÖÐLURKÓKOSMJÖL

.

Döðluterta

2 msk hveiti
1 bolli saxaðar döðlur
1/4 b sykur
tæpur bolli kókosmjöl
100 g saxað dökkt súkkulaði
2 egg
2-3 msk matarolía
2/3 tsk salt
1 tsk lyftiduft
vatn

Blandið öllu saman í skál og hrærið saman, þynnið með vatni eins og þarf. Bakið við 175°C í ca 25 mín.  Berið fram með rjóma.

.

DÖÐLUTERTURDÖKKT SÚKKULAÐIDÖÐLURKÓKOSMJÖL

— DÖÐLUTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grillveisla Kjartans – kúrbítspitsa og súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Grillveisla Kjartans.  Ferðaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr og sem betur fer er metnaðurinn mikill og langflestir standa sig vel. Það er til fyrirmyndar. Kjartan og Elísa eru í þessum hópi, þau eru með mjög vel útbúna húsbíla til leigu fyrir ferðamenn. Þau hjónin búa í Þýskalandi og þaðan leigja þau bílana út til Íslendinga sem vilja ferðast frjálsir um. Ekki nóg með að Kjartan þessi vandi sig í ferðaþjónustunni heldur er hann ekki síður vandvirkur þegar kemur að eldamennsku – sérstaklega þó að grilla. Á fallegu tjaldsvæði á Mosskógum í Mosfellsdal útbjó hann á grillinu pitsu og bakaði súkkulaðitertu í appelsínu. Húsráðendur á Mosskógum komu færandi hendi með nýorpin egg, blóm og annað sem nýttist bæði í matargerðina og til skrauts.

Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt

Þorrinn og þorramaturinn. Stundum heyrist að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit ég hvernig sá misskilningur varð til. Hið rétta er að súrsunin er geymsluaðferð sem notuð hefur verið notuð hér á landi í aldir. Súrsun, söltun, þurrkun og reyking eru aðferðir sem voru algengar öldum saman og eru enn. Fólk bjargaði sér í gamladaga og gerir enn.

Verum stolt af íslenska þorramatnum og nýtum enn frekar. Það liggja mörg tækifæri í honum. Hvernig væri að opna veitingahús sem einungis býður upp á þorramat, allan ársins hring. Slíkt mundir slá í gegn hjá ferðamönnum.

Jarðarberjaterta Ólafs

Jarðarberjaterta – raw. Við fögnum í dag með Ólafi fimm ára afmæli hans. Afmæliskaffiborðið var hlaðið af góðgæti, meðal annars þessari jarðarberjatertu. Þegar haldið var upp á eins árs afmæið hans var þessi Döðluterta í boði.