Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta tarta de sandiago möndluterta möndlukaka kaka terta mundo ferðaskrifstofa Margrét jónsdóttir njarðvík jakobsvegur pílagrímastíg jakobsstígur jakobsvegurinn spánn spænskur matur spænsk terta kaka
Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta

Margrét Jónsdóttir Njarðvík á ferðaskrifstofuna Mundo (sem við fórum með til Mont Blanc) bauð í fimmtugsafmæli sínu upp á paellu og pílagrímatertu á eftir. Margrét kallar ekki allt ömmu sína og lætur til sín taka víða. Meðal annars hafa fjölmargir farið Jakobsstíginn á Spáni á hennar vegum – hinn svokallaða pílagrímastíg. „þessi pílagrímaterta er snædd á Jakobsvegi. Pílagrímar úða í sig nokkrum fermetrum af þessu gómsæti þar sem gengið er eftir veginum. Farþegar Mundo missa sig í kökuna því hún er ávanabindandi og ekki óholl – þökk sé öllum möndlunm í henni.”

Pílagrímatertan er afar bragðgóð og mjúk terta. Falleg, holl og góð möndluterta.

SPÁNNMUNDOMÖNDLUTERTURMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍK

.

Pílagrímaterta
Margrét Jónsdóttir Njarðvík með Pílagrímatertur

Pílagrímaterta

1 1/3 b afhýddar heilar möndlur

6 stór egg, aðskilin

1 1/4 b sykur

börkur af einni appelsínu

börkur af einni sítrónu

4 dropar möndlu extrakt

flórsykur til skrauts

Malið möndlurnar í matvinnsluvél. Þeytið vel saman eggjarauður og sykur. Bætið við berki og möndluextrakt. Bætið loks við möndlumjölinu.

Stífþeytið eggjahvíturnar, blandið hvítunum saman við deigið. Bakið við 160° í um 40 mín.  eða þar til kakan er bökuð í gegn. Látið kólna í forminu. Klippið út St. James kross út úr pappír, leggið yfir kökuna og stráið flórsykri þar yfir. Fjarlægið krossinn.

Pílagrímaterta möndlur appelsína sítróna
Pílagrímatertur

— PÍLAGRÍMATERTA TARTA DE SANTIAGO —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans

Kjúklingur

STEIKTUR KJÚKLINGUR eftir þeldökkri konu í New Orleans. Útvarpskonan ágæta, Sigurlaug M. Jónasdóttir las þessa uppskrift upp í matarþætti sínum fyrir mörgum árum. Lesturinn var svo áhrifaríkur...

Súkkulaðiterta með viðhöfn

Ferrero Rocherterta

Súkkulaðiterta með viðhöfn. Hneturnar og pralínið úr þeim gera þessa tertu að sérstakri upplifun. Stökkt kornfleksið saman við pralínsmjörið gerir fólk þannig á svipinn, að það virðist hafa komist til himnaríkis. Alla vega er þetta hátíðaterta með þremur kremum (!) og gott að hafa góðan tíma til að útbúa. En stundum er gaman að hafa mikið við, t.d. á jólum, páskum, stórafmælum eða brúðkaupum.

Fiskisúpa Eika

Fiskisúpa Eika. Léttar og rjómalausar fiskisúpur eru orðnar mun algengari en áður, eftir því sem heilsubylgjunni vex ásmegin. Stundum er nú samt gaman að rifja upp gömlu, góðu rjómasúpurnar og eitt er víst að þessi margverðlaunaða súpa frá honum Eika (í Eikagrilli sem var) er svo mikil snilld, að fólk emjar af ánægju og spyr undantekningalaust hvort það megi fá uppskriftina.

Fyrri færsla
Næsta færsla