Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði. Það má eiginlega segja að það bæði kæti og gleðji að fara þarna um – allt er að lifa við.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn, maður fær á tilfinninguna að hér sé vandað til verka.

Góðir þjónar eru gulls í gildi, alvöpru fagfólk sem kann sitt fag 100%. Kristín Harpa yfirþjónn á Marshall er þjónninn okkar og hún veit alveg hvað hún er að gera. Hún þykist ekki, hún veit. Segir ekki krappes fyrir kapers (eins og við lentum í einhversstaðar). Allt unga fólkið er til fyrirmyndar.

Hálfopið er inn í eldhús og lágstemmd notaleg tónlist hljómar í salnum. Við erum tilbúnir í ævintýraferð með fersku Marshall veitingahúsi á Grandanum og byrjum á fordrykkjum, það er alltaf gaman að gefa barþjónunum frjálsar hendur.

 

Disco bee: límónaði, ljósgul, gin, hunang, sítróna og elderflower.

Grandalandi“ Campari og sódavatn. Hönnun flöskunnar útskriftarverkefni í LHÍ.

Marshall límonaði með blóðappelsínu Cordial

Ólífur frá Sevilla, með sítrónuberki og rósmarín, hrikalega góðar, hluti af barsnakkinu, sem er svolítið mismunandi eftir dögum.

Steiktir sveppir. Ostur, eggjarauða, grillaðir sveppir, m.a. Shitake. Svakalega gott.

 

Grillað kál, óífuolía og geitaostur, döðlusósa með bláberjum og rauðvíni og furuhnetur(ekki sama kálið tvo daga í röð). Sumarlegt, ferskt grillbragð og mjög góð ólífuolía, döðlu- og bláberjamaukið gerði mikið fyrir mig, ætli megi ekki segja að ég hafi náð tengingu við það 🙂

Karfa-Crudo, sem þýðir hrár á spænsku/ítölsku, sama og ceviche, kapers, rifið doritos, blóðappelsína og vinaigrette. Léttur og góður réttur.

Grillað grænmeti með hvítum baunum. Pestóið var svo gott að mæla má með því að fólk geri sér ferð úr öðrum hverfum eða sveitarfélögum til að bragða á því. Grænmetisrétturinn er ekki flókinn matur en rosalega góður.

Skelfiskpasta. Yfirkokkurinn og eigandi Marshall restaurants heitir Leifur Kolbeinsson og margir tengja hann við hinn stórfína stað La Primavera sem var í Austurstræti sællar minningar. Frá La Primavera kemur einn réttur, skelfiskpasta. Trúlega besti pastaréttur sem ég hef smakkað.

 

Skötuselur. Yndislegur grillaður skötuselu með svartkálssósu, aspas og smælki. Fáránlega gott og mjög vel útilátið.

Með matnum fengum við húsvínið, rautt og hvítt. Chardonnay – Maison er húsvínið, ferskur vorandvari, smá pera, milt og sumarlegt. Ramón Bilbao, létt rauðvín, oft fyrir fisk. Rioja. Öll vínin eru valin þannig að þau passi við einhvern rétt.

Þegar hér var komið sögu vorum við að springa og vorum búnir að emja (í hljóði) yfir öllum réttum – en það er nú samt alltaf pláss fyrir eftirrétti.

 

 

 

 

 

 

 

Strawberry delight. Við fengum eftirrétt dagsins; Strawberry delight. Með ýmsum berjum, hvítri súkkulaðimús o.fl. Ólífuolíukaka neðst. Ljúf og létt, ekki of sæt, gott jarðarberjabragð en sítrus á móti. Gert af Vigdísi My Diem Vo kondidormeistara á Marshall

Frönsk súkkulaðikaka og rosalega góður ís.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pistasíukaka og rjómi

 

 

Texti: Albert Eiriksson albert.eiriksson hjá gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.