Tækifærisræður í giftingaveislum
Ef hægt er að vinna Eurovision á þremur mínútum, þá er hægt að heilla sal með tækifærisræðu með þriggja mínútna ræðu. Það er nóg, sérstaklega ef fleiri taka til máls. Ef maður veit fyrirfram að þetta sé eina ræðan, ætti að vera í lagi að tala allt upp í 10 mínútur, en þá verður ræðan að vera skemmtileg, eða a.m.k. áhrifamikil! Það borgar sig að hafa minnispunkta á blaði svo ekki sé farið út fyrir efnið.
— ROYAL — Punktar fyrir veislustjóra — Ísbrjótar í boðum — Skálað 101 —
— VEISLUSTJÓRANEI — BORÐSIÐIR/KURTEISI — GIFTING — VEISLUR — SÍMAR — EUROVISION — RÆÐUR —
.
Ræður eiga að vera undirbúnar, æfðar, stuttar og hnitmiðaðar með léttu ívafi. Gesturinn þarf að gæta þess að vitna ekki oft í sjálfan sig eða segja frá einherjum gleðskap sem annað hvort brúður eða brúðgumi hafa tekið þátt í – hvað þá drykkju og djammi! Slíkt tal sem og tal um fyrri ástarsambönd er með öllu óviðeigandi. Aðalatriðið er að muna að það má aldrei særa fólk viljandi. Í sumum tilfellum væri hægt að enda ræðuna með því að biðja gesti að standa upp, syngja saman og hrópa ferfalt húrra fyrir brúðhjónunum.
Veislustjórinn þarf þó að halda utan um að það sé ekki gert í lok hverrar ræðu. Veislustjórinn er afar mikilvægur, hann er í góðu sambandi við þjónana svo skemmtiatriði, ræður eða annað trufli ekki þeirra störf. Þá verður veislustjóri að undirbúa sitt hlutverk vandlega og undirstinga fólk með góðum fyrirvara fyrir brúðkaupsveisluna. Já og svo slítum við símana frá okkur í (brúðkaups)veislum.
Myndirnar tók Helena Stefánsdóttir ljósmyndari í boði þar sem fylgst var með konunglegu brúðkaupi í Svíþjóð. Þarna var m.a. farið yfir hvernig á að hafa sér í konunglegum brúðkaupum og lesið upp úr kveri sem veislugestir í konunglegri brúðkaupsveislu Vilhjálms og Katrínar fengu fyrir veisluna – í því kveri er farið yfir öll helstu atriðin, stór og smá 🙂
.
— ROYAL — Punktar fyrir veislustjóra — Ísbrjótar í boðum — Skálað 101 —
— VEISLUSTJÓRANEI — BORÐSIÐIR/KURTEISI — GIFTING — VEISLUR — SÍMAR — EUROVISION — RÆÐUR —
— TÆKIFÆRISRÆÐUR Í BRÚÐKAUPSVEISLUM —
—