Tækifærisræður í giftingaveislum

giftingaræða giftingaræður brúðkaupsræða brúðkaupsræður ræður ræða í veislu ræða í giftingu Tækifærisræður í brúðkaupsveislum - Albert Bergþór Etiquette Veislustjóri veislustjórar Helena ljósmyndari Stefánsdóttir veislustjóri ræða
Ræðumenn. Mynd Helena Stefánsd

Tækifærisræður í giftingaveislum

Ef hægt er að vinna Eurovision á þremur mínútum, þá er hægt að heilla sal með tækifærisræðu með þriggja mínútna ræðu. Það er nóg, sérstaklega ef fleiri taka til máls. Ef maður veit fyrirfram að þetta sé eina ræðan, ætti að vera í lagi að tala allt upp í 10 mínútur, en þá verður ræðan að vera skemmtileg, eða a.m.k. áhrifamikil! Það borgar sig að hafa minnispunkta á blaði svo ekki sé farið út fyrir efnið.

ROYAL Punktar fyrir veislustjóra — Ísbrjótar í boðum — Skálað 101 —

VEISLUSTJÓRANEI —  BORÐSIÐIR/KURTEISI GIFTINGVEISLURSÍMAREUROVISIONRÆÐUR

.

Tækifærisræður í brúðkaupsveislum -Vilborg Árdís Sirrý Anna Valdís Guðný Eydal
Skálað í giftingarveislu. Eitt af mörgu sem gott er fyrir ræðufólk að hafa í huga er að nefna hjónin bæði. Það er verulega vandræðalegt ef aðeins er fjallað um annan aðilann.

Ræður eiga að vera undirbúnar, æfðar, stuttar og hnitmiðaðar með léttu ívafi. Gesturinn þarf að gæta þess að vitna ekki oft í sjálfan sig eða segja frá einherjum gleðskap sem annað hvort brúður eða brúðgumi hafa tekið þátt í – hvað þá drykkju og djammi! Slíkt tal sem og tal um fyrri ástarsambönd er með öllu óviðeigandi. Aðalatriðið er að muna að það má aldrei særa fólk viljandi. Í sumum tilfellum væri hægt að enda ræðuna með því að biðja gesti að standa upp, syngja saman og hrópa ferfalt húrra fyrir brúðhjónunum.

Veislustjórinn þarf þó að halda utan um að það sé ekki gert í lok hverrar ræðu. Veislustjórinn er afar mikilvægur, hann er í góðu sambandi við þjónana svo skemmtiatriði, ræður eða annað trufli ekki þeirra störf. Þá  verður veislustjóri að undirbúa sitt hlutverk vandlega og undirstinga fólk með góðum fyrirvara fyrir brúðkaupsveisluna. Já og svo slítum við símana frá okkur í (brúðkaups)veislum.

Myndirnar tók Helena Stefánsdóttir ljósmyndari í boði þar sem fylgst var með konunglegu brúðkaupi í Svíþjóð. Þarna var m.a. farið yfir hvernig á að hafa sér í konunglegum brúðkaupum og lesið upp úr kveri sem veislugestir í konunglegri brúðkaupsveislu Vilhjálms og Katrínar fengu fyrir veisluna – í því kveri er farið yfir öll helstu atriðin, stór og smá 🙂

.

ROYAL Punktar fyrir veislustjóra — Ísbrjótar í boðum — Skálað 101 —

VEISLUSTJÓRANEI —  BORÐSIÐIR/KURTEISI GIFTINGVEISLURSÍMAREUROVISIONRÆÐUR

— TÆKIFÆRISRÆÐUR Í BRÚÐKAUPSVEISLUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.