Maís- og basilklattar

Maís- og basilkökur

Maís- og basilklattar henta sem meðlæti með kjúklingaréttum eða grillkjötinu. Við höfðum þær sem aðalrétt og bárum með tómatasalat og sinnepssósu. Ætli uppskriftin geri ekki um tíu kökur. Til tilbreytingar má setja spínat í staðinn fyrir basil og saxa hvítlauk saman við deigið.

Maís- og basilkökur

1/2 b heilhveiti

1/2 b soyamjólk

2 egg

2 msk olía + olía til steikingar

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt(eða rúmlega það)

pipar

2 b frosnar maísbaunir

1/2 b saxað basil

Blandið öllu saman og steikið við vægan hita í olíu á pönnu eins og lummur

Svo er gott að saxa tvo til þrjá sólþurrkaða tómata saman við deigið.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hjónabandssæla Gústu

IMG_4259IMG_4271

Hjónabandssæla Gústu.  Á ferð okkar um Norðurland bauð Hólmfríður Benediktsdóttir okkur í kaffi. Margt er það sem gleður okkur en fátt eins og heimabakað bakkelsi. Uppskriftin er frá Gústu tengdamóður Hólmfríðar

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla