Auglýsing

Maís- og basilkökur

Maís- og basilklattar henta sem meðlæti með kjúklingaréttum eða grillkjötinu. Við höfðum þær sem aðalrétt og bárum með tómatasalat og sinnepssósu. Ætli uppskriftin geri ekki um tíu kökur. Til tilbreytingar má setja spínat í staðinn fyrir basil og saxa hvítlauk saman við deigið.

Maís- og basilkökur

1/2 b heilhveiti

1/2 b soyamjólk

2 egg

2 msk olía + olía til steikingar

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt(eða rúmlega það)

pipar

2 b frosnar maísbaunir

1/2 b saxað basil

Blandið öllu saman og steikið við vægan hita í olíu á pönnu eins og lummur

Svo er gott að saxa tvo til þrjá sólþurrkaða tómata saman við deigið.

Auglýsing