Ostakúla

ostakúla andrea sigurðardóttir rjómaostur
Ostakúla

Ostakúla

Við eigum það til að vanmeta einfaldleikann þegar matargerð er annars vegar. Ostakúlan er einföld, falleg og bragðgóð. Með henni má bera fram kex eða niðurskorið snittubrauð. Stundum er gott að vinna sér í haginn, ostakúlan er útbúin daginn áður en hún er borin á borð.

OSTAKÚLURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Ostakúla

400 g rjómaostur (í bláa boxinu)

1 lítill rauðlaukur

1 rauð paprika

1 poki hunangsristaðar hnetur

Takið rjómaost úr ísskáp og hafið við stofuhita.  Saxið rauðlauk og papriku smátt. Blandið þessu saman í skál. Myndið kúlu með höndum, notið einnota hanska.

Setjið filmu yfir og geymið í kæli yfir nótt. Saxið hnetur og veltið svo kúlunni uppúr.

Fáskrúðsfjörður árgangur 1966 stefán geir jóhanna albert sigurbjörg andrea elva bára

Hluti af bekknum mínum úr grunnskóla hittist á dögunum og þá kom Andrea með ostakúluna góðu

— OSTAKÚLA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marokkóskir snjóboltar

Marokkóskir snjóboltar IMG_2006Marokkóskir snjóboltar IMG_1987

Marokkóskir snjóboltar. Andrea vinkona mín í mötuneyti Listaháskólans galdraði fram þessar bollur sem runnu ljúflega niður með góðum kaffisopa. Annars munu snjóboltarnir vera vinsæll eftirréttur í Marokkó.

Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddúar. Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.