Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

Álfacafé á Borgarfirði eystra álfakaffi álfasteinn borgarfjöður eystri kalli sveins karl sveinsson fiskverkun
Álfacafé á Borgarfirði

Álfacafé á Borgarfirði eystra

Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Þar fyrir utan er Borgarfjörður einstaklega fallegur og þangað er notalegt að koma. Held að besti staður til að sjá lunda í varplendi sínu sé á Borgarfirði.

En hvað um það, einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum.

— BORGARFJÖRÐUR EYSTRI

.

IMG_4666
Fiskisúpan góða á Álfacafé á Borgarfirði

Fleiri og fleiri veitingahúsaeigendur hafa áttað sig á því að betra er að hafa fáa og góða rétti á boðstólnum – mjög góða. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu á Álfacafé sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð. Þó ég hafi komið oft á Álfacafé hef ég aldrei fengið mér annað að borða en fiskisúpuna góðu.

IMG_4669
Á pallinum við Álfacafé
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana. 

Ítalskt tómatasalat

Ítalskt tómatasalat. Hollt og gott tómatasalat eins og þetta passar með flestum réttum, já ef ekki bara öllum. Það er ágætt að láta salatið standa í um klukkustund áður en það er borið fram.