Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Kjartan, Albert, Diddú, Kristján, Ragna, KRISTJÁN OG RAGNA Hanna og Bergþór laugar reykjadalur rabarbari jarðarber drykkur Raufarhöfn
Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Í gamla daga fór ég stundum með sykurkarið út í rabarbaragarð, kom mér þar makindalega fyrir og sleit upp rabarbarann, tók utan af honum og dýfði í sykurinn og át. Svona eftirá þá var þetta einkennileg blanda, dísætt og gallsúrt. En þetta var nú í þá daga. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

DRYKKIRRABARBARIJARÐARBERKRISTJÁN OG RAGNA

.

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

1 kg. rabarbari

1 kg. jarðarber

350 g sykur

1 líter vatn

Setjið rabarbara og jarðarber í pott ásamt sykrinum og vatninu. Sjóðið við vægan hita í 20 mínútur eftir að suðan er komin upp. Hellið síðan öllu úr pottinum í gegnum sigti þannig að safinn fari eingöngu í gegn. Þá er safinn nokkurs konar þykkni og því er gott að bæta köldu vatni við og hella í könnu. Bætið við vatni eftir smekk, hversu mikið bragð hver og einn vill hafa á drykknum. Einnig er gott að bæta við klaka og þá er drykkurinn mjög svalandi ☺

Kjartan, Albert, Diddú, Kristján, Ragna, Hanna og Bergþór.

.

DRYKKIRRABARBARIJARÐARBERKRISTJÁN OG RAGNA

— RABARBARA- OG JARÐARBERJADRYKKUR —

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka. Píanóleikararnir Peter Máté og Edda Erlendsdóttir sáu saman um kaffimeðlætið í síðasta föstudagskaffi í vinnunni. Peter kom með undurgóða böku í síðasta föstudagskaffi (talið er að konan hans hafi bakað...).

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.