Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Kjartan, Albert, Diddú, Kristján, Ragna, KRISTJÁN OG RAGNA Hanna og Bergþór laugar reykjadalur rabarbari jarðarber drykkur Raufarhöfn
Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Í gamla daga fór ég stundum með sykurkarið út í rabarbaragarð, kom mér þar makindalega fyrir og sleit upp rabarbarann, tók utan af honum og dýfði í sykurinn og át. Svona eftirá þá var þetta einkennileg blanda, dísætt og gallsúrt. En þetta var nú í þá daga. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

DRYKKIRRABARBARIJARÐARBERKRISTJÁN OG RAGNA

.

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

1 kg. rabarbari

1 kg. jarðarber

350 g sykur

1 líter vatn

Setjið rabarbara og jarðarber í pott ásamt sykrinum og vatninu. Sjóðið við vægan hita í 20 mínútur eftir að suðan er komin upp. Hellið síðan öllu úr pottinum í gegnum sigti þannig að safinn fari eingöngu í gegn. Þá er safinn nokkurs konar þykkni og því er gott að bæta köldu vatni við og hella í könnu. Bætið við vatni eftir smekk, hversu mikið bragð hver og einn vill hafa á drykknum. Einnig er gott að bæta við klaka og þá er drykkurinn mjög svalandi ☺

Kjartan, Albert, Diddú, Kristján, Ragna, Hanna og Bergþór.

.

DRYKKIRRABARBARIJARÐARBERKRISTJÁN OG RAGNA

— RABARBARA- OG JARÐARBERJADRYKKUR —

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.