Bee’s Wrap utan um matinn. Á netvafri mínu, í kjölfarið á banni Frakka við plastnotkun, rakst ég á Bee´s Wrap sem er bómullardúkur til að vefja utan um mat og geyma hann þannig. Utan um brauð, yfir deig, bakkelsið, yfir grænmetið…
Þar sem hann er margnota þá er óæskilegt að vefja kjöti eða fiski inn í hann. Dúkurinn er baðaður býflugnavaxi, jójóbaolíu og trjákvoðu. Hann er þægilegur í notkun og auðvelt að þrífa hann, bara skola með köldu vatni – alls ekki heitu því þá bráðnar vaxið.
Nú er allt hér á bæ vafið inn í Bee´s Wrapið 🙂 Stórfínn náttúrulegur kostur fyrir þá sem vilja draga úr plastnotkuninni
Ég pantaði Bee´s Wrapið hérna