Bee’s Wrap utan um matinn

Bee’s Wrap utan um matinn

Bee’s Wrap utan um matinn. Á netvafri mínu, í kjölfarið á banni Frakka við plastnotkun, rakst ég á Bee´s Wrap sem er bómullardúkur til að vefja utan um mat og geyma hann þannig. Utan um brauð, yfir deig, bakkelsið, yfir grænmetið…

beeswrap Bee’s Wrap utan um matinn

Þar sem hann er margnota þá er óæskilegt að vefja kjöti eða fiski inn í hann. Dúkurinn er baðaður býflugnavaxi, jójóbaolíu og trjákvoðu. Hann er þægilegur í notkun og auðvelt að þrífa hann, bara skola með köldu vatni – alls ekki heitu því þá bráðnar vaxið.

Nú er allt hér á bæ vafið inn í Bee´s Wrapið 🙂 Stórfínn náttúrulegur kostur fyrir þá sem vilja draga úr plastnotkuninni

Ég pantaði Bee´s Wrapið hérna

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.

Portúgalskt matarboð

Portúgalskt matarboð. Í Lissabon vorum við á hóteli með foreldrum Ara Eurovisionfara og vinum þeirra. Hóurinn small saman frá fyrstu mínútu og við vorum svo að segja allan sólarhringinn saman og skemmtum okkur út í eitt. Það var létt yfir öllum og mikið hlegið enda kölluðum við borgina Flissabon. Við hittumst svo og borðuðum saman á dögunum, Pálínuboð sem eru alltaf svo ágæt.

Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Kínóasalat með valhnetum. Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.