Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti hnetur
Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Ætli megi ekki flokka þetta sem heilsunammi. Það er samt frekar leiðinlegt þegar einn og einn hrekkur í baklás við það eitt að heyra HEILSU-eitthvað um mat. En þeim fer nú sem betur fer fækkandi og flestir að verða meðvitaðir um gildi alvöru matar (svo er alltaf skilgreininaratriði hvað er alvöru matur…)

En hvað um það, hluti af uppskriftinni fór í muffinsform og restinni var hellt á bökunarpappír, kælt og svo brotið niður í bita.

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

70 g palmín

70 g smjör

2 msk kókosolía

150 g gott súkkulaði

3 bollar hnetur og fræ t.d. valhnetur, pecan, salthnetur, kasjú, graskersfræ og möndlur

2 msk kókosmjöl

3 msk rúsínur

2 msk hunang

1 msk agave

1 tsk kanill

½ tsk allrahanda

½ tsk engiferduft

½  tsk kardimommuduft

½ tsk múskat

Bræðið smjör, palmín, kókosolíu og súkkulaði á pönnu, við vægan hita. Bætið út í hráefnunum og blandið vel saman. Setjið í lítil muffinsform og kælið

ath. ef ekki eru notaðar salthnetur er sett 1/3 tsk salt í uppskriftina

Súkkulaði- og hnetugóðgæti Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasultaJarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasulta. Þessi sulta heillar alla, það má líka setja enn meira af jarðarberjum ef vill eins og þar stendur. Það er bráðsniðugt að taka með sér krukku af sultunni þegar farið er í heimsókn, já eða senda fólki glaðning.

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði. Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.