Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti hnetur
Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Ætli megi ekki flokka þetta sem heilsunammi. Það er samt frekar leiðinlegt þegar einn og einn hrekkur í baklás við það eitt að heyra HEILSU-eitthvað um mat. En þeim fer nú sem betur fer fækkandi og flestir að verða meðvitaðir um gildi alvöru matar (svo er alltaf skilgreininaratriði hvað er alvöru matur…)

En hvað um það, hluti af uppskriftinni fór í muffinsform og restinni var hellt á bökunarpappír, kælt og svo brotið niður í bita.

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

70 g palmín

70 g smjör

2 msk kókosolía

150 g gott súkkulaði

3 bollar hnetur og fræ t.d. valhnetur, pecan, salthnetur, kasjú, graskersfræ og möndlur

2 msk kókosmjöl

3 msk rúsínur

2 msk hunang

1 msk agave

1 tsk kanill

½ tsk allrahanda

½ tsk engiferduft

½  tsk kardimommuduft

½ tsk múskat

Bræðið smjör, palmín, kókosolíu og súkkulaði á pönnu, við vægan hita. Bætið út í hráefnunum og blandið vel saman. Setjið í lítil muffinsform og kælið

ath. ef ekki eru notaðar salthnetur er sett 1/3 tsk salt í uppskriftina

Súkkulaði- og hnetugóðgæti Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarsódi

Matarsódi

Matarsódi: „Mikið rétt ég hef góða reynslu á magavandamálum og brjóstsviða og þar kemur matarsódin sér vel að gagni bara passa að setja helst ekki meira en eina teskeið í meðalstórt glas af vatni"

Kúskússalat frá Marokkó

Kúskússalat

Kúskússalat frá Marokkó. Einhverju sinni hitti ég mann frá Marokkó og við fórum að tala um mat sem tengist hans landi. Sá gaf frekar lítið fyrir kúskúsið sem fæst á vesturlöndum. Í Marokkó er soðið þrisvar (minnir mig) upp á kúskúsinu og einhverjar serímóníur í kringum það. Stærsti kryddmarkaður í heimi er í Marokkó og þeir nota kryddið óspart.

Ostaspesíur Eddu Björgvins

Ostaspesíur. Edda Björgvins hefur glatt þjóðina meira en aðrir síðustu áratugi. Núna fer hún yfir ferilinn í bráðskemmtilegri uppsærslu í Austurbæ. Þar sem leikhópur Eddunnar glímir við “alvarlegan skort á áfengisleysisvandamáli” eins og Bibba segir (þ.e. enginn í hópnum virðist drekka áfengi) þá er stundum boðið uppá eitthvað lekkert og lífrænt eftir sýningar. Á frumsýningu voru það íslensk lífræn jarðarber og hollustusúkkulaði.

Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir?

Fimmtiukronur

Allar húsmæður ættu að gera sér ljóst, hve mikið þær hafa til sinna útgjalda og haga kaupum eftir því. Iðulega er þeim um kent ef illa gengur búskapurinn, enda er bruðlunarsöm húsmóðir eldur í búi hvers manns. Ekki svo að skilja, að þeim sé altaf um að kenna þótt illa gangi, en vanalega standa þær illa að vígi, hafa engin reikningsskil, og geta því ekki hreinsað hendur sínar.