Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

 portúgal Gomes de Sá Saltfiskréttur frá Portugal saltfiskur egg portúgal portúgalskur matur
Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

Saltfiskur er mjög vinsæll í Portúgal og eflaust óteljandi uppskriftir til og útgáfur af Gomes de Sá. Mjög góður fiskréttur sem mæla má með 🙂

🇵🇹

— SALTFISKURPORTÚGALFISKRÉTTIR

🇵🇹

Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

1 kg saltfiskur, útvatnaður
2 kg kartöflur
2 b mjólk
3 laukar
1/2 b ólívuolía
3-4 hvítlauksrif, marin
Pipar (salt ef þarf)
4 harðsoðin egg
20 svartar ólífur
steinselja

Sjóðið fiskinn í mjólkinni og látið kólna í soðinu. Sjóðið kartöflurnar, flysjið þær og skerið í bita. Takið fiskinn í sundur með fingrunum ( ekki of fínt) og blandið saman við kartöflurnar og setjið í eldfast form. Skerið laukinn í tvennt og síðan í sneiðar, steikið hann í hluta af olíunni. Bætið hvítlauk saman við og restinni af olíunni og látið malla í nokkrar mínútur. Setjið yfir fiskinn. Bakið í 40 mín við 150°C. Skerið eggin í tvennt og setjið yfir ásamt ólífum og steinselju áður en borið er á borð.

🇵🇹

— PORTÚGALSKUR SALTFISKUR —

                                               🇵🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Heitur ofnréttur Önnu Siggu – sá allra vinsælasti

Heitur ofnréttur Önnu Siggu. Anna Sigga Helgadóttir tók ljúflega í að elda fyrir bloggið. Leiðir okkar lágu saman þegar hún eldaði fyrir mig á Gestgjafaárum mínum. Á meðan rétturinn var í ofninum náði hún í blaðið sem kom út 2003 og það vakti kátínu okkar að hún var með sömu svuntu núna og þá. „Mamma mín eldaði oft þennan ofnrétt á sunnudgagskvöldum hérna í den og öllum þótti hann alveg ótrúlega góður, í hvert skipti." segir söngkonan Anna Sigga

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave