Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

 portúgal Gomes de Sá Saltfiskréttur frá Portugal saltfiskur egg portúgal portúgalskur matur
Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

Saltfiskur er mjög vinsæll í Portúgal og eflaust óteljandi uppskriftir til og útgáfur af Gomes de Sá. Mjög góður fiskréttur sem mæla má með 🙂

🇵🇹

— SALTFISKURPORTÚGALFISKRÉTTIR

🇵🇹

Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

1 kg saltfiskur, útvatnaður
2 kg kartöflur
2 b mjólk
3 laukar
1/2 b ólívuolía
3-4 hvítlauksrif, marin
Pipar (salt ef þarf)
4 harðsoðin egg
20 svartar ólífur
steinselja

Sjóðið fiskinn í mjólkinni og látið kólna í soðinu. Sjóðið kartöflurnar, flysjið þær og skerið í bita. Takið fiskinn í sundur með fingrunum ( ekki of fínt) og blandið saman við kartöflurnar og setjið í eldfast form. Skerið laukinn í tvennt og síðan í sneiðar, steikið hann í hluta af olíunni. Bætið hvítlauk saman við og restinni af olíunni og látið malla í nokkrar mínútur. Setjið yfir fiskinn. Bakið í 40 mín við 150°C. Skerið eggin í tvennt og setjið yfir ásamt ólífum og steinselju áður en borið er á borð.

🇵🇹

— PORTÚGALSKUR SALTFISKUR —

                                               🇵🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Oreo-browniesterta. Peter kom með undurgóða tertu í síðasta föstudagskaffi sem endaði með því að við vorum óvinnufær lengi á eftir.... Nei grín! Tertan var samt borðuð upp til agna á skammri stundu - þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Vinsælustu borðsiðafærslurnar

Mest skoðað

Vinsælustu borðsiðafærslurnar janúar - júlí. Á hverjum föstudegi allt þetta ár birtast hér færslur um borðsiði og annað sem tengist borðhaldi, veislum og þess háttar. Það kom ánægjulega á óvart hversu vel fólk er þakklátt fyrir færslurnar og er duglegt að deila þeim. Í öllum bænum ekki halda að ég sé fullkominn í þessum málum, en mér hefur farið fram :)  Hér er listi yfir átta mest skoðuðu borðsiðafærslurnar frá áramótum til loka júní.