Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

 portúgal Gomes de Sá Saltfiskréttur frá Portugal saltfiskur egg portúgal portúgalskur matur
Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

Saltfiskur er mjög vinsæll í Portúgal og eflaust óteljandi uppskriftir til og útgáfur af Gomes de Sá. Mjög góður fiskréttur sem mæla má með 🙂

🇵🇹

— SALTFISKURPORTÚGALFISKRÉTTIR

🇵🇹

Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

1 kg saltfiskur, útvatnaður
2 kg kartöflur
2 b mjólk
3 laukar
1/2 b ólívuolía
3-4 hvítlauksrif, marin
Pipar (salt ef þarf)
4 harðsoðin egg
20 svartar ólífur
steinselja

Sjóðið fiskinn í mjólkinni og látið kólna í soðinu. Sjóðið kartöflurnar, flysjið þær og skerið í bita. Takið fiskinn í sundur með fingrunum ( ekki of fínt) og blandið saman við kartöflurnar og setjið í eldfast form. Skerið laukinn í tvennt og síðan í sneiðar, steikið hann í hluta af olíunni. Bætið hvítlauk saman við og restinni af olíunni og látið malla í nokkrar mínútur. Setjið yfir fiskinn. Bakið í 40 mín við 150°C. Skerið eggin í tvennt og setjið yfir ásamt ólífum og steinselju áður en borið er á borð.

🇵🇹

— PORTÚGALSKUR SALTFISKUR —

                                               🇵🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rúllutertu- og frómasgóðgæti

Rúllutertu- og frómasgóðgæti. Ó hvað mér þótti svona nokkuð gott í æsku. Rúlluterta skorin í sneiðar og sett í skál eða í kökuform. Síðan var frómas hellt í og kælt. Að því búnu var herlegheitunum hvolft á disk og borið þannig fram.

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave