Sümac

Süma sumac restaurant veitingastaður reykjavík iceland þráinn freyr
Sümac

Sümac

Sümac á Laugavegi er einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum. Það er eitthvað ævintýralegt við að ganga inn, eldhúsið skipar heiðursess og léttur grillilmur gælir við skynfærin. Það sem einkennir staðinn er eldur, framandi krydd, notalegheit og fjölbreytileiki með innblæstri frá Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Allt svo gott, bragðmikið en aldrei frekt, smekklega framborið. Stemningin er yndisleg, Árni dedúaði við okkur, útskýrði allt svo vel. Ógleymanleg upplifun!

Skipstjórarnir á Sümac, Þráinn Freyr Vigfússon og Eyþór Haraldsson hafa hannað matseðil með sterkum innblæstri frá seiðandi stemningu Beirút í Líbanon og tælandi áhrifum frá Norður Afriku.

Sümac er gimsteinn í fjölbreyttri veitingahúsaflóru Íslands

SUMACVEITINGASTAÐIR — ÍSLAND — MATARBORGIR — MICHELIN

.

Fyrst var það lystauki: Grillað flatbrauð za´atar, hummus og steiktur Halloumi
Forréttirnir voru ostrusveppir með hummús og heslihnetu dukkah. Nautatartar, plaintain + harissa + toum og marokkóskir vindlar, geitakjöt + möndlur + ras al hanout Trillaðir
Við deildum aðalréttunum eins og öðrum réttum: Grillaðar lambarifjur með linsubaunum og vínberjum. Bakað blómkál með granateplum, möndlum, tahini og jógúrt. Hvítkál með sinnepsmólassa og dukkah fræjum. Grillaðar risarækjur með eldpipar, brauðteningum og saltaðri sítrónu.
Bakað blómkál með granateplum, möndlum, tahini og jógúrt
Hvítkál með sinnepsmólassa og dukkah fræjum
Grillaðar lambarifjur með linsubaunum og vínberjum
Grillaðar risarækjur með eldpipar, brauðteningum og saltaðri sítrónu
Möndluís, döðlukaka og súkkulaðimús

 

Sümac eru djúprauð villt ber sem vaxa víða í Miðausturlöndum og við Miðjarðarhaf. Sümac stýrir björtum sítruskeimi sem er ómissandi í matseld Miðausturlanda.

SUMACVEITINGASTAÐIR — ÍSLAND — MATARBORGIR — MICHELIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.