Servíettur – hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt

Servíettur - pentudúkar munnþurrka hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt Hildur Berglind Oddur júlíusson Hafdís Helga helgadóttir Elma Stefanía Þorleifur Einarsson borðsiðir kurteisi napkin mannasiðir manners
Prúðbúnir nýútskrifaðir leiklistarnemar: Hafdís Helga, Oddur, Elma Stefanía, Þorleifur og Hildur Berglind

Servíettur – hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt

Servíettur eru einnig nefndar munnþurrkur og pentudúkur heyrðist í gamla daga. Þegar við erum sest til borðs, og áður en þjónarnir koma með diskana, tökum við servíettuna úr brotunum og leggjum hana tvöfalda í kjöltuna (ef servíettan er lítil leggjum við hana óbrotna í kjöltuna). Það er óþarfi að hrista hana úr brotunum með látum.

  • Tökum servíettuna úr brotunum og leggjum í kjöltuna áður en þjónarnir byrja að bera matinn á borðið.
  • Ef servíetturnar eru í þar til gerðum servíettuhringjum leggjum við hringinn fyrir ofan gafflanna, eða fyrir ofan diskinn, vinstra megin við glösin eftir að hafa tekið servíettuna úr honum.
  • Við notum servíettuna til þess að þerra munninn, ekki til að þurrka af afli frá vinstri til hægri eða öfugt.
  • Servíettan fer aðeins í hálsmálið ef við erum að borða mat sem gæti frussast út allt eða við þurfum að beita afli eins og þegar við brjótum humarhala.
  • Ef eitthvað fer niður á dúkinn má bjarga málum með því að grípa servíettuna og þurrka upp og fá síðan nýja servíettu hjá þjóninum.
  • Ef við þurfum að bregða okkur frá leggjum við servíettuna í stólinn, á stólarminn eða stólbakið og ýtum stólnum að borðinu. Það er merki til þjónanna um að við höfum brugðið okkur frá en komum aftur.
  • Þegar máltíð er lokið leggjum við servíettuna vinstra megin við diskinn (eða þar sem diskurinn var), það er merki til þjónanna um að við séum búin og farin.
  • Konur passa að varalitur fari ekki í servíettuna
  • Það ætti nú ekki að þurfa að nefna að við notum servíettuna ekki sem vasaklút.

— SERVÍETTURBORÐSIÐIRDÚKARÍSBRJÓTARMATARBOÐ UNDIRBÚIÐSKÁLAÐ

.

Servíettur - hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt Oddur Júlíusson
Fallega brotin servíetta gleður augað

— SERVÍETTUR OG NOTKUN ÞEIRRA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.