Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti ostaskóli búrsins Eirný

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann í búðina til hennar. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið. Það er eftirminnilegt að hitta fólk eins og Eirnýju sem er friðlaus af áhuga, eldmóðurinn hennar flæðir eins og beljandi stórfljót.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila – áður en þið farið í búðina 😉 og hér er um Ostaskóla Búrsins – Kjörið fyrir hópa að setjast á ostaskólabekk

Við vorum í giftingarveislu fyrir ekki svo löngu síðan. Á meðan brúðhjónin fóru í myndatöku, og á meðan gestirnir biðu eftir þeim og eftir að komast inn í salinn, var stórt ostahlaðborð með allsskonar góðgæti frá Búrinu. Stórfín hugmynd

Ef þið hafið ekki nú þegar farið í Búrið drífið ykkur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín. Rósmarín og kartöflur passa einstaklega vel saman. Þessi kartöfluréttur er að grunni til frá Nigellu vinkonu minni. Á hvern disk setur hún gróft saxað salat og svo kartöflurnar þar yfir. Sem sagt aðalréttur. En ég lét duga að hafa kartöflurnar sem meðlæti.

Eplasósa með salatinu

Eplasósa með salatinu. Fórum í langan hjólatúr í morgun. Komum við hjá Þóru Fríðu, þáðum góðgerðir og skoðuðum nokkrar matreiðslubækur. Í bók sem Happ gaf út fyrir ekki löngu fann ég þessa uppskrift. Hún er hér lítillega breytt.

Hlaðborð – hvernig á að bera sig að, hvað má og hvað má ekki

Hlaðborð

Hlaðborð - hvernig á að bera sig að, hvað má og hvað má ekki. Kosturinn við að fara á hlaðborð er að þá getum við bragðað á fjölmörgum tegundum, mat sem við mundum kannski annars ekki smakka á. Ekki er girnilegt að blanda öllu saman sem er á hlaðborðinu á diskinn og setja svo vel af sósu yfir…