Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti ostaskóli búrsins Eirný

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann í búðina til hennar. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið. Það er eftirminnilegt að hitta fólk eins og Eirnýju sem er friðlaus af áhuga, eldmóðurinn hennar flæðir eins og beljandi stórfljót.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila – áður en þið farið í búðina 😉 og hér er um Ostaskóla Búrsins – Kjörið fyrir hópa að setjast á ostaskólabekk

Við vorum í giftingarveislu fyrir ekki svo löngu síðan. Á meðan brúðhjónin fóru í myndatöku, og á meðan gestirnir biðu eftir þeim og eftir að komast inn í salinn, var stórt ostahlaðborð með allsskonar góðgæti frá Búrinu. Stórfín hugmynd

Ef þið hafið ekki nú þegar farið í Búrið drífið ykkur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.