Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti ostaskóli búrsins Eirný

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann í búðina til hennar. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið. Það er eftirminnilegt að hitta fólk eins og Eirnýju sem er friðlaus af áhuga, eldmóðurinn hennar flæðir eins og beljandi stórfljót.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila – áður en þið farið í búðina 😉 og hér er um Ostaskóla Búrsins – Kjörið fyrir hópa að setjast á ostaskólabekk

Við vorum í giftingarveislu fyrir ekki svo löngu síðan. Á meðan brúðhjónin fóru í myndatöku, og á meðan gestirnir biðu eftir þeim og eftir að komast inn í salinn, var stórt ostahlaðborð með allsskonar góðgæti frá Búrinu. Stórfín hugmynd

Ef þið hafið ekki nú þegar farið í Búrið drífið ykkur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Heitur ofnréttur Önnu Siggu – sá allra vinsælasti

Heitur ofnréttur Önnu Siggu. Anna Sigga Helgadóttir tók ljúflega í að elda fyrir bloggið. Leiðir okkar lágu saman þegar hún eldaði fyrir mig á Gestgjafaárum mínum. Á meðan rétturinn var í ofninum náði hún í blaðið sem kom út 2003 og það vakti kátínu okkar að hún var með sömu svuntu núna og þá. „Mamma mín eldaði oft þennan ofnrétt á sunnudgagskvöldum hérna í den og öllum þótti hann alveg ótrúlega góður, í hvert skipti." segir söngkonan Anna Sigga

Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben

Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben. Við Brimnesfjölskyldan förum stundum saman dagstúra. Þeir enda alltaf eins, við biðjum einhvern að bjóða okkur í kaffi (eða bjóðum okkur í kaffi). Ferðirnar heita ýmist vorferð, sumarferð, haustferð eða vetrarferð. Vorferðin núna var um Suðurnesin í einstaklega fallegu veðri. Tvær elstu systur mínar eru leiðsögukonur og það bunaðist upp úr þeim fróðleikurinn alla leiðina. Við enduðum svo í kaffi hjá Stínu Ben og dætrum hennar. Það er nú ekki komið að tómum kofanum þar.

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum. Lax er feitur, hollur og góður. Í staðinn fyrir að baka laxinn í ofni má setja hann á grillið. Það er vel þess virði að útbúa mangó chutney, það er mun bragðmeira en það sem fæst í búðum.