Gráðaostapasta
Matur er nauðsynlegur til þess að við mannfólkið komumst í gegnum dagsins amstur. Einfaldir fljótlegir pastaréttir heilla alltaf og eru kjörnir í saumaklúbbinn eða við hin ýmsu tækifæri. Þegar ég fór á æfingu á óperunni Mannsröddinni var þessi undurgóði pastaréttur þar á borðum. Níels Thibaud Girerd, sem er hvers manns hugljúfi, kom færandi hendi með gráðaostapasta. Perurnar gefa því ferskan keim en perur og gráðaostur passa afar vel saman.
„Mín elskulega móðir er fyrirtakskokkur og hún hefur aldrei litið út í eldhúsinu eins og hún viti ekkert hvað hún er að gera, sama hvaða mat hún framreiðir.
Gráðostapasta ala Helga hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mömmu. Og er það eini rétturinn sem mamma hefur masterað sem ég hef þorað að gera.
Og hefur fólk í mínu lífi víðsvegar að notið góðs af því” segir hinn hressilegi Níels.
#2017Gestabloggari7/52 — PASTARÉTTIR — GRÁÐAOSTUR —
.
Gráðaostapasta
2-3 bollar af hvaða pasta sem er
1/2 líter rjómi
1 og 1/2 gráðaostur
1 og 3/4 dós sýrður rjómi 10%
2 – 3 perur
Sjóðið pastað, sigtið og setjið í skál. Setjið rjómann í pott, myljið gráðaostinn saman við og bætið við sýrða rjómanum, látið sjóða í nokkrar mínútur. Hellið yfir pastað. Saxið perur gróft og dreifið þeim yfir.
–
#2017Gestabloggari7/52 — PASTARÉTTIR — GRÁÐAOSTUR —
–