Gráðaostapasta

Gráðaostapasta Níels Thibaud Girerd
Gráðaostapasta

Gráðaostapasta

Matur er nauðsynlegur til þess að við mannfólkið komumst í gegnum dagsins amstur. Einfaldir fljótlegir pastaréttir heilla alltaf og eru kjörnir í saumaklúbbinn eða við hin ýmsu tækifæri. Þegar ég fór á æfingu á óperunni Mannsröddinni var þessi undurgóði pastaréttur þar á borðum. Níels Thibaud Girerd, sem er hvers manns hugljúfi, kom færandi hendi með gráðaostapasta. Perurnar gefa því ferskan keim en perur og gráðaostur passa afar vel saman.
„Mín elskulega móðir er fyrirtakskokkur og hún hefur aldrei litið út í eldhúsinu eins og hún viti ekkert hvað hún er að gera, sama hvaða mat hún framreiðir.
Gráðostapasta ala Helga hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mömmu. Og er það eini rétturinn sem mamma hefur masterað sem ég hef þorað að gera.
Og hefur fólk í mínu lífi víðsvegar að notið góðs af því” segir hinn hressilegi Níels.

#2017Gestabloggari7/52  — PASTARÉTTIR — GRÁÐAOSTUR

.

Níels Thibaud Girerd
Níels Thibaud Girerd

Gráðaostapasta

2-3 bollar af hvaða pasta sem er

1/2 líter rjómi

1 og 1/2 gráðaostur

1 og 3/4 dós sýrður rjómi 10%

2 – 3 perur

Sjóðið pastað, sigtið og setjið í skál. Setjið rjómann í pott, myljið gráðaostinn saman við og bætið við sýrða rjómanum, látið sjóða í nokkrar mínútur. Hellið yfir pastað. Saxið perur gróft og dreifið þeim yfir.

#2017Gestabloggari7/52  — PASTARÉTTIR — GRÁÐAOSTUR

— GRÁÐOSTAPASTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótarhummus Diddúar

Gulrótarhummus Diddúar. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir bauð heim á dögunum, þegar Diddú býður heim þá er veisla - stórveisla og mikið af öllu og eins gott að mæta ekki þangað saddur. Ég byrjaði á því að ganga á Esjuna og þaðan inn í Mosfellsdalinn til Diddúar. Þegar þangað var komið var ég auðvitað banhungraður :)

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Berjahrat má nýta t.d. í múslí og í bakstur

Berjahrat má nýta. Ef þið pressið safann úr berjum, sama hvaða nöfnum þau nefnast, er ástæðulaust að henda hratinu. Hratið má nýta í bakstur, td. hrökkbrauð. Við tíndum sólber um daginn sem enduðu í sultu. Fyrst var soðið upp berjunum og þau fóru síðan í gegnum safapressuna og loks var hratið þurrkað og mulið í matvinnsluvél. Þurrkaða, malaða hratið endaði svo saman við múslíið.

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu

Rannveig Fríða og Arnold Postl

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu. Það eru gamlar gleðilegar fréttir og nýjar að óperusöngvarar hafa mikinn áhuga á mat, bæði að elda, tala um og borða góðan mat. Óperusöngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir hefur búið og starfað í Vínarborg í fjölmörg ár. Rannveig og eiginmaður hennar Arnold Postl bjóða gjarnan börnunum sínum í mat á sunnudögum.