Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

Sælgætisterta Carolu Carola, nammikaka, terta, sælgætisterta, kaka cake Toblerone, valhnetur, kaffimeðlæti
Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

Sælgætisterta Carolu

Það má vel nota hinar ýmsu pakkakökur, sem fást í búðum, sem grunn að einhverju öðru og enn betra. Hér er gott dæmi um það, sannkölluð sælgætisterta sem ég hámaði í mig af mestu áfergju. Leiðir okkar Carolu lágu fyrst saman þegar við af miklum móð máluðum á postulín fyrir allmörgum árum. Síðan þá hef ég oft fengið hjá henni hið besta kaffimeðlæti og aðrar veitingar.

#2017Gestabloggari10/52 — SÚKKULAÐITERTURCAROLA – TOBLERONE

.

Sælgætisterta Carolu
Sælgætisterta Carolu – svakalega góð
Sælgætisterta Carolu carola
Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

Sælgætisterta Carolu

Botn

1 pakki súkkulaðikaka (t.d. Djöflaterta, sjá mynd neðst)

2 dl valhnetur, brytjaðar

1 litið Toblerone, brytjað

1 Bounty, brytjað.

Hrærið innihald pakkans eftir leiðbeiningunum og bætið hnetum og súkkulaði saman við. Bakið í tveimur formum en notaði bara einn botn fyrir köku ( fékk s.s. tvær kökur úr pakkanum)

kremið:

2 dl rjómi
1 stk Toblerone, brotið niður
2 Bounty, saxað gróft
dökkt gott súkkulaði (ca þriðjungur úr plötu)
saxaðar valhnetur yfir

Setjið rjóma, og súkkulaði í pott og hitið þangað til súkkulaðið er bráðið. Látið kremið kólna og hellið því yfir tertuna. Stráið valhnetum yfir.

Carola, Albert
Carola og Albert
Sælgætisterta Carolu
Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

.

#2017Gestabloggari10/52 — SÚKKULAÐITERTURCAROLA – TOBLERONE

— SÆLGÆTISTERTA CAROLU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðimúslíhafrakex – óskaplega bragðgott hafrakex

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Súkkulaðimúslíhafrakex. Óskaplega bragðgott hafrakex sem bragðast enn betur með góðum kaffibolla. Listakokkurinn og útvarpskonan Ingveldur G. Ólafsdóttir bakaði svona hafrakex fyrir sísvanga nemendur Listaháskólans síðasta vetur.

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR