Skonsubrauðterta – þessi gamla góða

Skonsubrauðterta, Skonsubrauðterta Jóna Björg jónsdóttir Steinunn björg ELÍSDÓTTIR Eygló aðalsteinsdóttir Dagný ELÍSDÓTTIR , Elsa sigrún elísdóttir Berglind ósk agnarsdóttir og Guðný elísdóttir þessi gamla góða brauðterta, salat, saumaklúbbur, klúbbaréttur, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar, blað franskra daga skonsur baunasalat ítalskt salat skonsa auðvelt kaffimeðlæti brauðtertur
Skonsubrauðterta – þessi gamla góða

Skonsubrauðterta

Í mínu ungdæmi voru brauðtertur einfaldlega skonsubrauðtertur, það var svo ekki fyrr en seinna að ég sá að til voru aðrar útgáfur. Þegar ég sé skonsubrauðtertur fer um mig notaleg sælutilfinning. Skrautið á brauðtertunum skiptir miklu máli, alveg jafnmiklu máli og brauðmetið og salatið

— SAUMAKLÚBBARBRAUÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐRÉTTIR

.

Skonsubrauðterta

3 egg

1⁄3 bolli sykur

3 bollar hveiti

3 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

mjólk eftir þörfum

Aðskiljið eggin, þeytið eggjahvíturnar vel. Þeytið síðan saman eggjarauður, sykur, salt og 2 dl mjólk. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við. Bætið mjólk í eftir þörfum. Setjið að síðustu þeyttar eggjahvítur út í deigið og hrærið varlega saman. Bakið á pönnu, t.d. pönnukökupönnu. Það er svo smekkur hvers og eins hve þykkar kökurnar eiga að vera.

Setjið salat á kökurnar, t.d. rækju-, bauna- eða túnfisksalat og skreytið með grænmeti og ávöxtum. Um að gera að nota hugmyndaflugið.

Uppskriftin birtist í blaði FRANSKRA DAGA fyrir nokkrum árum þar sem þessar hressu Fáskrúðsfjarðarkonur slógu upp kaffiboði

— SAUMAKLÚBBARBRAUÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐRÉTTIR

Frá vinstri: Jóna Björg, Steinunn, Eygló, Dagný, Elsa, Berglind og Guðný

.

— SAUMAKLÚBBARBRAUÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐRÉTTIR

SKONSUBRAUÐTERTAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matur og fjölbreytt áhrif hans

Matur og fjölbreytt áhrif hans. Fátt er skemmtilegra en borða góðan mat með góðu fólki, það er líka gaman að tala um mat og áhrif hans á líkamann. Við Elísabet Reynisdóttir, Beta Reynis næringarfræðingur, fórum til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í viðtal og sögðum þar sögu okkar. Frá því í haust höfum við hist reglulega. Fyrst byrjaði ég á því að skrifa matardagbók, síðan tóku við ýmsar skemmtilegar „tilraunir" til að sjá hvernig ég mundi bregðast við og hver upplifunin væri. Allt þetta of fjölmargt annað í þættinum Segðu mér á Rás 1. Hlusta má á þáttinn hér.

Mjólkuróþol eða ADHD ?

MJÓLKURÓÞOL EÐA ADHD? Áhugaverð saga móður um breytingarnar sem urðu á dóttur hennar þegar hún hætti að fá mjólk og mjólkurvörur. Matur er undirstaða alls, hollur góður matur sem hentar hverjum og einum. Gleymum því ekki að við erum ólík.

Grillveisla Kjartans – kúrbítspitsa og súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Grillveisla Kjartans.  Ferðaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr og sem betur fer er metnaðurinn mikill og langflestir standa sig vel. Það er til fyrirmyndar. Kjartan og Elísa eru í þessum hópi, þau eru með mjög vel útbúna húsbíla til leigu fyrir ferðamenn. Þau hjónin búa í Þýskalandi og þaðan leigja þau bílana út til Íslendinga sem vilja ferðast frjálsir um. Ekki nóg með að Kjartan þessi vandi sig í ferðaþjónustunni heldur er hann ekki síður vandvirkur þegar kemur að eldamennsku – sérstaklega þó að grilla. Á fallegu tjaldsvæði á Mosskógum í Mosfellsdal útbjó hann á grillinu pitsu og bakaði súkkulaðitertu í appelsínu. Húsráðendur á Mosskógum komu færandi hendi með nýorpin egg, blóm og annað sem nýttist bæði í matargerðina og til skrauts.