Skonsubrauðterta – þessi gamla góða

Skonsubrauðterta, Skonsubrauðterta Jóna Björg jónsdóttir Steinunn björg ELÍSDÓTTIR Eygló aðalsteinsdóttir Dagný ELÍSDÓTTIR , Elsa sigrún elísdóttir Berglind ósk agnarsdóttir og Guðný elísdóttir þessi gamla góða brauðterta, salat, saumaklúbbur, klúbbaréttur, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar, blað franskra daga skonsur baunasalat ítalskt salat skonsa auðvelt kaffimeðlæti brauðtertur
Skonsubrauðterta – þessi gamla góða

Skonsubrauðterta

Í mínu ungdæmi voru brauðtertur einfaldlega skonsubrauðtertur, það var svo ekki fyrr en seinna að ég sá að til voru aðrar útgáfur. Þegar ég sé skonsubrauðtertur fer um mig notaleg sælutilfinning. Skrautið á brauðtertunum skiptir miklu máli, alveg jafnmiklu máli og brauðmetið og salatið

— SAUMAKLÚBBARBRAUÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐRÉTTIR

.

Skonsubrauðterta

3 egg

1⁄3 bolli sykur

3 bollar hveiti

3 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

mjólk eftir þörfum

Aðskiljið eggin, þeytið eggjahvíturnar vel. Þeytið síðan saman eggjarauður, sykur, salt og 2 dl mjólk. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við. Bætið mjólk í eftir þörfum. Setjið að síðustu þeyttar eggjahvítur út í deigið og hrærið varlega saman. Bakið á pönnu, t.d. pönnukökupönnu. Það er svo smekkur hvers og eins hve þykkar kökurnar eiga að vera.

Setjið salat á kökurnar, t.d. rækju-, bauna- eða túnfisksalat og skreytið með grænmeti og ávöxtum. Um að gera að nota hugmyndaflugið.

Uppskriftin birtist í blaði FRANSKRA DAGA fyrir nokkrum árum þar sem þessar hressu Fáskrúðsfjarðarkonur slógu upp kaffiboði

— SAUMAKLÚBBARBRAUÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐRÉTTIR

Frá vinstri: Jóna Björg, Steinunn, Eygló, Dagný, Elsa, Berglind og Guðný

.

— SAUMAKLÚBBARBRAUÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐRÉTTIR

SKONSUBRAUÐTERTAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.