Konungsætt – ægigóð og ljúffeng kaka

Konungsætt – ægigóð og ljúffeng kaka cake , Fáskrúðsfjörður, Guðný Sölvadóttir, Franskir dagar, blað franskra daga, Félag austfiskra kvenna, kvenfélag, kaffimeðlæti franskir dagar
Konungsætt – ægigóð og ljúffeng kaka

Konungsætt

Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Eitt árið voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Guðný Sölvadóttir bakaði Konungsætt og skreytti afar fallega. Mjög bragðgóð kaka. „Ég baka yfirleitt tvær konungsættir í einu og þrefalda þá uppskriftina af kreminu, annars finnst mér það full lítið. Það er reyndar bara smekksatriði,“ segir Guðný.

Ekki veit ég hvernig nafnið á kökunni er tilkomið en gaman væri að heyra það ef einhver veit.

— FÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNAKVENFÉLÖGTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐTERTURGUÐNÝ SÖLVADÓTTIR

.

Konungsætt

4 egg
175 g sykur
50 g hveiti
50 g kartöflumjöl
2 tsk. lyftiduft

Þeytið egg og sykur mjög vel. Bætið þurrefnunum varlega saman við. Bakið í Rafha ofnskúffu (gömlu) við 250°C í u.þ.b. 10 mín. Kælið. Skerið botninn langsum í 9, 7, 5, 3, og 1 cm lengjur.

Krem

2,5 dl mjólk
2 eggjarauður
35 g sykur
30 g hveiti
150 g smjör
45 g dökkt gott súkkulaði

Hitið mjólkina. Hrærið sykur og eggjarauður vel saman. Bætið hveitinu saman við og hellið síðan sjóðandi heitri mjólkinni saman við en þeytið vel í á meðan. Hellið þessu þá aftur í pottinn og hitið að suðu og hrærið vel í á meðan svo verði ekki kekkir. Kælið. Hrærið nú smjörið létt og ljóst, blandið því svo saman við . Bræðið súkkulaðið. Takið frá eins og 1 msk. til að skreyta með og bætið þá súkkulaðinu út í – ég set ekki alveg allt súkkulaðið, það fer eftir því hvað ég vil hafa kremið dökkt.

Tertan sett saman: Setjið breiðustu lengjuna á ílangan tertudisk. Smyrjið kremi á, þá næstu lengju og svo koll af kolli. Smyrjið kremi utan á tertuna og setjið þá ljósa kremið sem tekið var frá í sprautupoka og sprautið fallegu munstri á hana.

SJÁ EINNIG: FÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA

Félag austfirskra kvenna Guðrún Kristinsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir Sigurbjörg Bjarnadóttir. Helga Bjarnadóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sonja Berg, Jóhanna Þóroddsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir. Jóna Hallgrímsdóttir, Oddný Vala Kjartansd, Guðný Sölvadóttir, Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Þórormsdóttir, Bára Jónsdóttir Sólveig Þorleifsdóttir. Arndís Óskarsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Anna Björk Stefánsdóttir, Lára Karlsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir Erla Þorleifsdóttir.
Glæsilegar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna.

Aftasta röð f.v. Guðrún Kristinsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir og Sigurbjörg Bjarnadóttir.

Næst aftasta röð f.v. Helga Bjarnadóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sonja Berg, Jóhanna Þóroddsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir.

Önnur röð að framan, f.v.: Jóna Hallgrímsdóttir, Oddný Vala Kjartansd, Guðný Sölvadóttir, Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Þórormsdóttir, Bára Jónsdóttir og Sólveig Þorleifsdóttir.

Fremsta röð, f.v. Arndís Óskarsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Anna Björk Stefánsdóttir, Lára Karlsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Erla Þorleifsdóttir.

.

— FÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNAKVENFÉLÖGTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐTERTURGUÐNÝ SÖLVADÓTTIR

— KONUNGSÆTT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Graskerssúpa – sæt og rjómakennd

Graskerssúpa. Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu

Zinzino Balance Oil

Zinzino Balance Oil. Eins og margir vita tekur Bergþór þátt í feikivinsælum dansþáttum á Stöð 2. Það hefur gengið vonum framar, en hans helsta markmið var að fara út fyrir þægindarammann sinn til að halda sér ferskum, en ekki síður að sýna fram á að það skiptir ekki máli á hvaða aldri fólk er þegar það byrjar að dansa. Honum hefur farið gríðarlega fram og hefur komið sjálfum sér á óvart. Heimilislífið stendur með þvílíkum blóma og gleði og það er gaman að heyra sporaglaum inni í stofu þegar maður vaknar.