Klósettpappírinn er búinn!

Er klósettpappírinn búinn? Vantar klósettferðir klósett baðherbergi snyrtingin kurteisi mannasiðir etiquette klósettið
Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn!

Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.

Eins og kunnugt er sturtast misvel niður úr klósettum, það getur því verið þjóðráð að lyfta upp og athuga hvort ekki hafi örugglega allt farið sína leið. Ef fólk lendir í því að skilja eftir „bremsufar” í klósettskálinni er fátt annað við því að gera en taka klósettburstann og hreinsa. Ekki bara láta eins og ykkur sé „skít“sama.

BORÐSIÐIRKLÓSETTSNYRTING — — KURTEISISFÆRSLUR KLÓSETTPAPPÍRINNHANDÞVOTTURSALERNI

.

Nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga þegar við erum gestir:

  • Vantar klósettpappír, sápu, handþurrkur?
  • Síminn með á klósettið? Tja varla
  • Klósettferðir eiga ekki að taka langa tíma
  • Dropar á gólfið? Þurrka upp
  • Einhver fer á klósettið á eftir þér, hann sér hvernig þú skilur við það!
  • Dömubindi og blautþurrkur fara ekki í klósettið
  • Svölum ekki forvitni okkar með því að kíkja í skápa og skúffur
  • Göngum vel um baðherbergið
  • Þvoum hendur vel og þerrum dropa af vaski á eftir með pappír.

Nokkur atriði fyrir gestgjafa sem gott er að hafa í huga áður en gestir koma:

  • Ilmkerti
  • Handsápa
  • Handáburður
  • Hreint handklæði
  • Sótthreinsandi spritt
  • Heil klósettpappírsrúlla
  • Klósett og vaskur yfirfarið

.

BORÐSIÐIRKLÓSETTSNYRTING — — KURTEISISFÆRSLUR KLÓSETTPAPPÍRINNHANDÞVOTTURSALERNI

— KLÓSETTPAPPÍRINN ER BÚINN — 

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur

Rabarbari með kókosbollum. Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og "dettum í það" Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra...)

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt

 

 

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggvinkona mín er höfundur þessarar glæsilegu matreiðslubókar sem vel má mæla með. Bók með nýjum einföldum og fljótlegum uppskriftum við allra hæfi. Hægt er að panta bókina hér