Auglýsing
Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu, glútenfrítt hveiti grilleftirréttur eftirréttur á grilli grillaður eftirréttur Grand Marnier súkkulaðikaka kaka terta cake besti eftirrétturinn, grill, grillaður eftirréttur, Kjartan Örn, Húsbíll, Elkja
Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Kjartan Örn hélt ægifína grillveislu og bauð upp á grillaða pitsu og á eftir var þessi ógleymanlegi eftirréttur. Ef þið viljið slá rækilega í gegn við grillið þá er þessi súkkulaðiterta grilluð í appelsínu málið. Það er ágætt að skilja svolítið eftir af appelsínukjötinu þegar hreinsað er innan úr – appelsínan gefur extra bragð – minnir svolítið á Grand Marnier. Kjartan notar glútenfrítt hveiti og svo er þessi dásemdareftirréttur án hvíts sykurs. Hugsið ykkur ekki um, kaupið appelsínur, brettið upp ermar og grillið heimsins bestu súkkulaðitertu.

KJARTAN ÖRN — GRAND MARNIERSÚKKULAÐITERTURAPPELSÍNUR

Auglýsing

.

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu fyrir fjóra

4 appelsínur

175 g af dökku gott súkkulaði

100 g smjör

2 egg

2 eggjarauður

2 msk hunang

1/3 tsk salt

40 g glútenfrítt hvítt hveiti

Til skrauts: Flórsykur og minta

Skerið toppinn af appelsínunni af og fjarlægið „kjötið” úr henni – gott er að skilja eftir þunnt lag næst hvíta laginu – það gefur gott bragð.

Bræðið súkkulaði og smjör við lágan hita yfir heitu vatnsbaði.

Hrærið saman eggjum og eggjarauðum með hunangi (gott er að nota handmixer). Bætið rólega glútenfría hvíta hveitinu saman við og bráðna súkkulaði/smjörblöndunni og hrærið mjög vel.
Hellið deiginu í appelsínuhýðið, þó ekki meira enn ca. ¾ þar sem deigið á eftir að lyfta sér lítillega.

Grillið (á efri grillgrindinni) á ca. 180°C í um það bil 35-40 mínútur (fer eftir stærð). Grilltíminn er tiltölulega langur, það er vegna þess að þykkt appelsínunnar einangrar. Kakan bakast frekar frá toppi til botns.
Hægt er að stinga í hana með pinna til að athuga baksturinn, gott er ef kakan er smá blaut að innan.
Mikilvægt: hafið hitann á appelsínuhúðinni ekki heitara en 180 gráður, annars verður appelsínan svört af bruna.

Súkkulaðikaka úr appelsínuhúð er ekki aðeins „eyecatcher“ heldur gefur appelsínukjötið ljómandi appelsínubragð og súkkulaðikaka með fljótandi miðju er samt draumur.

Albert og Kjartan Örn

🍊

KJARTAN ÖRN — GRAND MARNIERSÚKKULAÐITERTURAPPELSÍNUR

— SÚKKULAÐITERTA Í APPELSÍNU —

🍊

1 athugasemd

  1. Hvernig er að baka þetta í ofni (á grillstillingu) – svo girnilegt að sjá og langar að prófa en… grillið ekki alveg í nógu góðu standi 🙂

Comments are closed.