Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum. Nú er tími lerkisveppanna. Lerkisveppir eru mjög bragðgóðir.
— SVEPPIR — ÍSLENSKT — SÓSUR — RISOTTÓ — SVEPPASÚPUR —
.
Í matinn hjá okkur var grænmetissnitsel með lerkisveppasósu. Eftir að hafa brúnað snitselið á pönnu voru ca tíu sveppir steiktir á sömu pönnu (hún var ekki þrifin á milli) í rúmri matseið af smjöri og um tveimur af olíu. Auk sveppanna steikti ég hálfa gula papriku í bitum og bætti svo við salti, pipar, smá sinnepi, teskeið af tómatpuré og einni matskeið af hrútaberjahlaupi. í lokin fóru svo 2 dl af rjóma saman við. Þetta sauð í um mínútu og þá fór snitselið saman við sósuna.
Auk sósunnar er kjörið að nota lerkisveppina í svepparisottó og í sveppasúpu.
— SVEPPIR — ÍSLENSKT — SÓSUR — RISOTTÓ — SVEPPASÚPUR —