Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í öruggum höndum Marentzu Poulsen

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum marentza poulsen
Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.

Fyrir tæplega tuttugu árum blés hún lífi í Grasagarðinn í Reykjavík með Café Flóru sem strax sló í gegn. Hin færeyska smurbrauðsjómfrú er engri lík – það má nú segja að hún kalli ekki allt ömmu sína!

MARENTZAÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Á bak við okkur Marentzu má sjá nýja afgreiðslu og splunkuný ljós í loftinu sem setja fallegan svip á staðinn.

Víst er að Borgfirðingurinn Jóhannes Kjarval hefði verðið ánægður með framtak Marentzu.

Bláberjapæ

Hindberjaostaterta

Sítrónupæ, “tarte au citron“.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frönsk möndlukaka – ekta frönsk ömmu-möndlukaka, mjög klassísk

Fronsk mondlukaka

Frönsk möndlukaka Heba Eir kom með tertu í vinnuna sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar - franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka - mjög klassísk "gateau de mamie" eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Hún er oft borðuð á jólum, þessi möndlukaka en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska :)