Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum. Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.
Fyrir tæplega tuttugu árum blés hún lífi í Grasagarðinn í Reykjavík með Café Flóru sem strax sló í gegn. Hin færeyska smurbrauðsjómfrú er engri lík – það má nú segja að hún kalli ekki allt ömmu sína!
Á bak við okkur Marentzu má sjá nýja afgreiðslu og splunkuný ljós í loftinu sem setja fallegan svip á staðinn.
Víst er að Borgfirðingurinn Jóhannes Kjarval hefði verðið ánægður með framtak Marentzu.
Bláberjapæ
Hindberjaostaterta
Sítrónupæ, “tarte au citron“.