Berjahrat má nýta
Ef þið pressið safann úr berjum, sama hvaða nöfnum þau nefnast, er ástæðulaust að henda hratinu. Hratið má nýta í bakstur, td. hrökkbrauð. Við tíndum sólber um daginn sem enduðu í sultu. Fyrst var soðið upp berjunum og þau fóru síðan í gegnum safapressuna og loks var hratið þurrkað og mulið í matvinnsluvél. Þurrkaða, malaða hratið endaði svo saman við múslíið.
— HRÖKKKEX — MÚSLÍ — SÓLBER — SULTUR — BLÁBER — SUMAR… — RIFSBER —
.
— HRÖKKKEX — MÚSLÍ — SÓLBER — SULTUR — BLÁBER — SUMAR… — RIFSBER —
.