Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti Sillu Ítalía ítalskur miðjarðarhafið Sigrún Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Christensen, Ragnheiður Thorsteinson, Gígja Tryggvadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir og Albert Eiríksson
F.v. Sigrún Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Christensen, Ragnheiður Thorsteinson, Gígja Tryggvadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir og Albert

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.

#2017Gestabloggari37/52 — SIGURLAUG MARGRÉT ÍTALÍA

.

Sítrónuboð Sigurlaugar Margrétar
Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Í matarboðinu komu Ítalía og sítrónur mikið við sögu. „Að halda veislu með þema getur verið sérlega skapandi og ánægjulegt, til dæmis er hægt að fá hugmyndir með því að fletta upp nokkrum myndum eftir Matisse, þar sem hann málar sítrónur af kátínu! Við byrjum hins vegar á tómat- og basil brúskettu, svona til að hafa afsökun til að drekka freyðivín!!” segir útvarpskonan geðþekka.

Brúskettur með tómat og basil
Brúskettur með tómat og basil

Brúskettur með tómat og basil

Gott súrdeigsbrauð, grillað eða ristað mjög vel

ferskir, íslenskir tómatar

handfylli af basil

góð ólífuolía

gróft salt.

Fræhreinsið tómatana og skerið í litla bita, setjið í skál. Blandið basil saman við og látið bíða örlitla stund.
Ristið eða grillið brauðið. Nuddið hvítlauk á það, setjið tómatana ofan á og látið góða ólífuolíu drjúpa ofan á, ásamt salti.

Sítrónurnar hans Matisse - Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki
Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki
F 4

10 kjúklingabitar með skinni (veljið þá bita sem ykkur þykir góðir)

1 dós Mascarpone-ostur (við stofuhita, þá er betra að hræra hann saman við kryddið og sítrónuna)

ferskar kryddjurtir (timian, oreganó og rósmarín)

safi úr 1 1/2 sítrónu

börkur af einni sítrónu, rifinn

salt og pipar

Blandið saman mascarpone, ferskum kryddjurtum, sítrónusafa og berki, hrærið vel saman.
Þerrið kjúklingabitana og setjið ostablönduna undir skinnið. Klárið þó ekki alla ostablönduna, því að afganginn á að nota í sósuna.

Raðið bitunum á grind, saltið og piprið og steikið við 180°C í u.þ.b. 30 mín.

Sítrónurnar hans Matisse - Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki
Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

Sósa
Hitið afganginn af ostablöndunni, bætið við krafti (af kjúklingabitunum), sítrónusafa og sítrónuberki. látið malla í stutta stund.

Rósmarínkartöflur
Rósmarínkartöflur

Rósmarínkartöflur

Kartöflur skornar í bita

ólífuolía

ferskt rósmarín

salt

Hitið olíu, bætið rósmarín út í og steikið kartöflurnar í olíunni.

 

Risotto með sítrónu og steinselju
Risotto með sítrónu og steinselju

Risotto með sítrónu og steinselju

Að búa til risotto er eins og skemmtilegt daður, segja Ítalirnir. Það þarf að vanda sig og dansa í kringum grjónin. Það eru tvær reglur, önnur er sú að það þarf handfylli af grjónum fyrir einn og hin er að það þarf stöðugt að hræra þetta saman í 20 mínútur.

Risotto með sítrónu og steinselju

1 laukur

5 hvítlauksgeirar, saxaðir

3 msk olía

börkur af 1/2 sítrónu

safi úr 1/2 sítrónu

1 b risottóhrísgrjón

handfylli af steinselju

kjúklingasoð

hvítvínslögg (ekki nauðsyn en sérlega gott )

Skerið niður lauk og hvítlauk og steikið í olíu. Bætið grjónum út í, ásamt hvítvíni, sítrónusafa og berki . Blandið saman.
Þá byrjar daðrið: Hellið kjúklingasoðinu saman við í rólegheitum, einum bolla í einu og hrærið oft, þar til grjónin eru silkimjúk. Þetta ætti að taka 20 mínútur. Bætið sítrónusafa út í ef þarf, ásamt steinselju, salti og pipar.

 

Salat með melónu, mangó og sítrónumarineruðum lauk.
Salat með melónu, mangó og sítrónumarineruðum lauk

Salat með melónu, mangó og sítrónumarineruðum lauk

1 cantaloupe melóna

2 vel þroskuð mangó

1 salatlaukur

safi úr 1/2 sítrónu

Skerið laukinn í þunnar sneiðar, hellið sítrónusafanum yfir laukinn og marínerið í 30 mínútur.
Skerið ávextina niður í litla bita, blandið lauknum við og stráið steinselju yfir.

Sigurlaug Margrét
Pavlova með „lemon curd“

Pavlova með „lemon curd“

4 eggjahvítur

250 gr sykur

salt

½ tsk vanilludropar

½ msk edik

½ msk kartöflumjöl

Blandið sykri rólega í eggjahvíturnar meðan þeytt er, þá salti og vanilludropum.
Þegar blandan er orðin stífþeytt, setjið edik og kartöflumjöl út í og blandið vel saman.

Myndið litlar kökur með skeið, en hægt er að gera eina stóra.
Hitið ofninn í 200°C, lækkið hann í 60°C og bakið kökurnar í hálftíma eða svo (fer eftir ofni, fylgist vel með, en þær eiga að vera svolítið blautar).

þeyttur rjómi
lemon curd eftir smekk

Skreytið með limónuberki, granateplum /ástríðuávexti

Með kjúklingnum var ferskt, ósætt Tommasi Soave Le Volpare hvítvín og með Pavlóvunni var Tommasi sætvín.

Sítrónuboð Sigurlaugar Margrétar Sítrónuboð Sigurlaugar Margrétar Sítrónuboð Sigurlaugar Margrétar

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti Sillu Ítalía ítalskur miðjarðarhafið Sigrún Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Christensen, Ragnheiður Thorsteinson, Gígja Tryggvadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir og Albert Eiríksson
F.v. Sigrún Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Christensen, Ragnheiður Thorsteinson, Gígja Tryggvadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir og Albert Eiríksson

.

#2017Gestabloggari37/52 — SIGURLAUG MARGRÉT ÍTALÍA

— SÍTRÓNUMATARBOÐ HJÁ SIGURLAUGU MARGRÉTI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.