Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

Beta Reynis, Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, matardagbók Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

Að mæta í næringarráðgjöf til Betu Reynis er eitthvað sem kom mér á óvart – viðtalið gekk út á sögu mína og matartengt hegðunarmynstur. Farið yfir líkamleg einkenni ef þau voru einhver sem ég áttaði mig á að væru að valda mér vanlíðan eða hefðu gert. Ég hafði verið með rósroða og einnig þurrkubletti í hársverðinum sem hefur samt með árunum lagast. Eitthvað sem mér fannst óþægilegt en í gegnum alla mina heilsugöngu og prófanir þá allt í einu breyttist það og í viðtalinu var gott að fá yfirsýn hvað það var sem var að valda þessu og hvað það var sem var þess valdandi að það lagaðist. Eitt enn og það var að skilja af hverju ég fékk hvíta bletti á neglurnar þegar ég var lítill. Með því að skoða söguna og átta sig á vanamynstri og neyslu ákveðinna fæðutegunda var hægt að finna tengsl á milli næringar og líkamans eins og þessir blettir. Í þessum tíma skoðuðum við vel söguna og fórum yfir matardagbókina mína.

Satt best að segja var ég hálfskömmustulegur yfir þessari dagbók en Beta benti mér á að þetta væri mitt líf og mitt val og við yrðum að passa okkur á að setja ekki skömm við matarvenjur – með því væri aukin hætta að þróa með sér sektakennd og svo með tímanum getur það haldist í hendur að missa tökin og sukka eins og við köllum það og fá sektarkennd sem er alls ekki góð líðan og getur bætt gráu ofaná svart. Mikilvægt er að skilja sjálfan sig og hlusta á kroppinn þegar við borðum mat – af hverju borðum við of mikið – af hverju borðum við yfir okkur – getur verið að tilfinningar og geðheilsan spili þar inní og eins getur verið að mynstur úr æsku hafi áhrif eða upplifun sem við höfum fest í forritið og náum ekki að gera nægilega grein fyrir ástæðu þess..Þetta er mjög forvitnilegt hvernig mögulega eitthvað frá því ég var lítill hefur áhrif á heilsu mína síðar á ævinni.

Að tengja næringu og líðan ásamt því að skilja af hverju sumt sem var að hrjá mig hefur lagast gerir mig mun meðvitaðri um hvernig ég vil hafa áframhaldið. Beta mun birta grein hér á blogginu mínu og útskýra hvað hún heldur að hafi valdið rósroðanum og blettinum í hárssverðinum. Einnig skoðum við sætindalöngun og hvernig líkaminn vinnur á móti okkur til að minnka sætindin og löngunin sigrar að lokum. Þetta verður spennandi og fróðlegt ferðalag. Ég hlakka til en set hér upp matardagbókina mína sem er allskonar. Aukin meðvitund um þetta allt er samt ákveðin sigur og makmiðið að verða betri og það stefnum við á – við viljum verða enn betri útgáfan af okkur – þetta er mín byrjun.

 

Matardagbókin mín 28. ágúst – 12. september

12.sept þri. Múslí með sojamjólk. Seinni myndadagurinn fyrir kökubæklinginn, mikið nartað í sætindi fram yfir hádegi. Gulrót og avókadó. Coq au vin (kjúlli í rauðvíni, sveppir, laukur, beikon og gulrætur) m kartöflumús í kvöldmat – sítrónubaka í eftirrétt.

11.sept. mán. Hér var fyrri dagur í upptöku á kökubæklingi Nóa Síríus. Fram eftir degi var ekkert nema nart í sætabrauð (jú 3-4 msk af túnfisksalati síðan í gær). Múslí um miðjan dag og hafragrautur með sojamjólk um kvöldið.

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

10.sept. sun. Múslí með hrísmjólk. Kaffiboð eftir hádegið þar sem fólk kom með með sér eitt og annað. Held ég muni varla nema brot af herlengheitunum: Panna Cotta, reyktur silungur, túnfisksalat, súkkulaðiterta, snittubrauð, pestó, ostar, sítrónusmjör, hummús og jarðarber. Um kvöldið: Snittubrauð með ostum og pestói

9.sept. laug. Búst með grænu salati, gúrku, tómötum, avókadó, engifer og olíu. Múslí með hrísmjólk. Síðasta sneiðin af Peru- og möndlutertu síðan í gær…. 🙂 Eftir sykurátið mikla í gær varð ég friðlaus eftir hádegið í dag þangað til ég borðaði þessa sneið. Afmælisveisla seinnipartinn: freyðivín, ostar og sultur, rækjuréttur, croissant og kaffi.

8.sept. fös. Bakaði fyrir matarvef moggans, snúðaköku, kókosbollu-rjóma-ávaxta-nammidraum og möndlu-og perutertu. Síðan bauð ég í kaffi og svo aftur í kaffi til að borða upp allt sem ég var búinn að baka. Eftir það fór allt í rugl…og ég át og át sykursull í allan dag. Það eina sem ég át af „mat” var eggjakaka með gulrótum, lauk og papriku.

7.sept. fim. Múslí með hrísmjólk. Grænt búst (spínat, engifer, döðlur, gúrka, grænt epli, avókadó og hörfræolía). Seinnipartinn fór ég á tapas- og vínkynningu á Tapasbarnum – allskonar réttir fiskur, grænmeti og kjöt. Um kvöldið var okkur boðið í ostapitsu.

6.sept. mið. Glas af bústinu síðan í gær. Nart í biscotti. Tvær sólkjarnarúgbrauðssneiðar með smjöri og osti. Ein pera. Í kvöldmatinn var kínóa, eggaldin, spínat, hvítlaukur, olía og sveppir allt í einum potti : ) Sama og í gær en þá gleymdi ég að setja feta ost saman við og mynda fyrir bloggið.

5.sept. þri. Fundur með Elísabetu. Mangósalat (mangó+melóna), búst (gúrka, tómatur, steinselja, engifer, gulrætur, avókadó, avókadóolía og síðasta sneiðin af avókadóhrákökunni).
Tertusneið með mangófyllingu. Í kvöldmatinn var kínóa, eggaldin, spínat, hvítlaukur, olía og sveppir allt í einum potti : ) 1 bolli af þeyttum rjóma og lakkrísskyri + NóaKropp

4.sept. mán. Tvær ristaðar brauðsneiðar með smjöri og osti. Múslí og hrísmjólk. Tvær hrátertusneiðar með avókadófyllingu (nett samviskubit eftir sukkið í gær 🙂 ) Í kvöldmat voru steiktar kjúklingabringur í raspi og með þeim rósmarínkartöflur steiktar í olíu og salat með mangó og melónu. 4 kaffibollar í dag.

3.sept. sun. Hér var árlegt vinkvennakaffi og ég át á mig gat og drakk kaffi, freyðivín og sérrý. Sukkaði feitt í sykri, rjóma, kókosbollum….

2. sept. laug. Kaffi og snúður í morgunmat. Tvær ristaðar brauðsneiðar og te. Við fórum út að borða um kvöldið, fékk með pepperóní/ananas pitsu á Eldsmiðjunni og bjór með.

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

1.sept. fös. Frekar óvenjulegur matardagur. Byrjaði á múslí og eftir hádegið var farið í matargöngutúr með útlendinga. Bakaríisheimsókn, ostabúð, street food, eitthvað fleira hér og þar og svo enduðum við á rabarbarapæi og kaffi.

31.ág. fim. Croissant, musli með hrísmjólk. Matarboð um kvöldið: lax með sætri kartöflu. Kjúklingaréttur með allskonar kryddum, apríkósum, tómötum, möndlum, hvítlauk, túrmerik, engifer og fleiru. Með þessu voru hrísgrjón og kúskús. Ostar, brauð og vínber. Á eftir var döðluterta með rjóma (súkkulaði, kókosmjöl, döðlur og fl.)

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

30.ág.mið. Fagurgrænt búst (spergilkál, avókadó, gúrka tómatar, engifer, epli, döðlur og olía). Fórum á kaffihúsið til Marenzu og gúffuðum í okkur þremur tertusneiðum (sko samtals, ekki samt þrjár hvor…) – bláberja, hindberja og sítrónutertur. Fórum út að borða á Sumac

29.ág. Þri. Múslí + hrísmjólk. Tvær ristaðar brauðsneiðar með osti og te í hádeginu. Samloka með avókadó. Grænmetisvefja frá Gló í kvöldmatinn. Held ég hefi drukkið 4 kaffibolla í dag

28.ág.mán. Morgunmatur 2 dl múslí með hrísmjólk. Fundur með Elísabetu. kaffi með rjóma + croissant. Pitsur í kvöldmatinn. Með osti+extraosti, ólífum, sveppum og ansjósum. Vatn með. Fjórir kaffibollar í dag

Kaffi og croissant

.

— MATARDAGBÓK ALBERTS —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.