Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði

 

Munið að stoppa á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði. stöðvarfjörður handverk markaður íslenskt handverk Icelandic crafts Vaskar handverkskonur. Aftari röð frá vinstri: Kristjana Jóhannsdóttir, Sigurlaug Helgadóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir og Solveig Friðriksdóttir. Fremri röð: Helga Jóhannesdóttir, Sara Jakobsdóttir, Bryndís Þórhallsdóttir, Hlíf Herbjörnsdóttir og Þórunn Pètursdóttir. Vínarterta með glassúr Kaldhefað brauð Kúmenbollur Ostssalat Rúlluterta Brauðbollur með jurtunum birkilauf og blóðberg Camembert ostaréttur bakaður ostur Vefjur með laxasalati laxasalat Hjónasæla Hjónasbandssæla húsmæðraskólinn ósk húsmæðraskólinn ísafirði
Kaffiborð á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði.

Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði

Einhver allra glæsilegasti handverksmarkaður landsins er á Stöðvarfirði. Harðduglegar konur í bænum halda úti Salthússmarkaðnum í gamla félagsheimilinu. Þær eru ekki aðeins góðar að útbúa handverk, bakstur og önnur matargerð leikur í höndum þeirra og ég fékk að njóta þess þegar þær slógu upp veisluborði.

Munið að stoppa á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði.

STÖÐVARFÖRÐURHANDVERKKAFFIMEÐLÆTI

.

Munið að stoppa á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði
Vaskar handverkskonur. Aftari röð frá vinstri: Kristjana Jóhannsdóttir, Sigurlaug Helgadóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir og Solveig Friðriksdóttir. Fremri röð: Helga Jóhannesdóttir, Sara Jakobsdóttir, Bryndís Þórhallsdóttir, Hlíf Herbjörnsdóttir og Þórunn Pètursdóttir.
Bryndís Þórhallsdóttir kom með Hjónasælu en uppskriftina fékk hún á Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði þegar hún var þar 1966-1967.

Hjónasæla

250 gr. smjörlíki
170 gr. haframjöl
200 gr. hveiti
160 gr sykur eða púðursykur
1 tsk natron
örlítið salt.
Allt sett saman í skál og vætt með bræddu smjörlíkinu.
3 hlutar settir í formið og sulta sett ofan á.
1 hluti mulinn ofaná.
Bakað við góðan hita.

Kristjana Jóhannsdóttir kom með vefjur með laxasalati

Vefjur með laxasalati

Reyktur lax
Rjómaostur
Rjómaostur með svörtum pipar
Smá sýrður rjómi
Soðin egg
Graslaukur
Ferskur lime safi
Kapers
Dijon sinnep
Lauk- og kryddblanda frá Kryddhúsinu
Laukduft, cayennepipar, salt og svartur pipar
Steinselja til skrauts
Tortillur
Allt saxað, hrært saman og smakkað til eftir smekk. Maukinu smurt á tortillurnar, rúllað upp og skrorið í bita. Skreytt með saxaðri steinselju.

„Einhvern veginn svona hljómar það, allt af fingrum fram og engin nákvæm uppskrift.”

Sigurlaug Helgadóttir útbjó Camembert ostarétt

Camembert ostaréttur

1 Camembert
1 lítil krukka Dóru síróp – eða 1 dl annað gott síróp
furuhnetur dass
kasjúhnetur dass

Sírópinu er helt yfir ostinn og sett í ofn við 175°C
þar til osturinn er farinn að hitna þá eru hneturnar settar yfir réttinn
og látinn vera í smástund í viðbót þar til rétturinn er búinn að fá
á sig gylltan lit. Berið fram með góðu brauði.

Brauðbollur með jurtunum

Brauðbollur með jurtunum

2 dl vatn
2 dl mjólk
50 g smjör
hitað saman í pott að 38 gráðum

2 1⁄2 tsk. þurrger
2 msk. sykur
1 tsk. salt
6 dl. hveiti
2 dl. annað mjöl, td haframjöl
1 dl. íslenskar jurtir, td. birkilauf og blóðberg

þetta er sett í vökvann og hnoðað saman góða stund.
Látið hefast í 45 mín. þá hnoðað aftur og mótaðar
bollur settar á plötu látið hefast í 20 mín. og svo bakað
við 200°C í ca 10-12 mín.
Bollurnar eru ca. 20 stykki.

Bestu kveðjur, Inga Eyþórsd.

Þórunn kom með rúllutertu

Rúlluterta

3 egg
1.5 dl. sykur
2.5 msk kartöflumjöl
1 dl hveiti
0.25 tsk lyftiduft.
Egg og sykur þeytt mjög vel.
Þurrefnin sigtuð út í.
Sett í rúllutertuform cirka 30×37 cm. bakað við 200°C í 10 mín.
Hvolft á sykurstráðan smjörpappír.
Rabarbarasultu dreift yfir.
Rúllað upp og kælt.

Sara Jakombsdóttir kom með ostasalat

Ostssalat

1 Mexico ostur – skorinn smátt
1 Camembert – skorinn smátt
Hálfur blaðlaukur
1 paprika
vínber og döðlur eftir smekk.
Sýrður rjómi smá mæjones og mjúkur hvítlauksostur.

Solveig Friðriksdóttir kom með kúmenbollur. Til vinstri er chilisultan góða sem Solla útbjó og birtist HÉR.

Kúmenbollur

400 gr hveiti
200 ml volgt vatn
30 gr olía
1 egg
2 msk kúmen
1 msk hveitiklíð
2 tsk þurrger
1 tsk sykur/agave/hunang
1/2 tsk salt
Sesamfræ til skrauts

Aðferð:
Ger, sykur og kúmen hrært út í volgt vatnið í skál og látið bíða þar til blandan fer að freyða aðeins.
Restin af hráefnum sett út í, blandað saman og hnoðað í höndum eða hrærivèl. Látið hefast í 30-40 mín á hlýjum stað með breitt yfir skálina.
Bollurnar mótaðar (ca 12 ) og látnar á plötu. Látnar hefast undir stykki í ca 30 mín. Penslaðar varlega með mjólk eða pískuðu eggi. Bakaðar í ca 12 mínútur við 180gráður á blæstri.

„Einfalt og gott”

Sara Jakobsdóttir bakaði kaldhefað brauð og kom með.

Kaldhefað brauð

600 gr. hveiti, heilhveiti og hveitiklíð
1.tsk salt
1 bréf þurrger
5 dl volgt vatn
Fetaostur, fjallagrös smá hunang.
Blandið öllu saman og látið hefast yfir nótt í ísskáp
Hvolfið beint á plötu úr skálinni.
Penslið með olíu og stráið grófu salti yfir.
Bakið í 50 mín 180°C á blæstri. Þarf ekki að hnoða.

Vínarterta með glassúr sem Hlíf Herbjörnsdóttir bakaði og kom með

Vínarterta með glassúr

1.kg.hveiti
500 gr. sykur
500 gr. smjörlíki
2 tesk. lyftiduft
1 tesk. natron
3-5 egg
vanilludropar.

Hnoðað deig, síðan er það flatt út. Úr deiginu verða ca 4-5 tertur tveir botnar lagðir saman með rabarbarasultu á milli.
Ofan á hverja tertu er settur glassúr og skreytt með skrautsykri. Bakað við 180°C í ca 10 mín.

Einhver allra glæsilegasti handverksmarkaður landsins er á Stöðvarfirði

STÖÐVARFÖRÐURHANDVERKKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla