Fiskfélagið – áræðni í samsetningu ólíkra hráefna

Fiskfélagið fish company restaurant reykjavík
Fiskfélagið

 

Fiskfélagið – áræðni í samsetningu ólíkra hráefna

Það er alltaf gaman að taka áskorun og fara í undraferð í höndum kokkanna. Undirstaðan á Fiskfélaginu er alíslenskt gæðafæði af landi og úr sjó, blönduð kryddjurtum og öðru góðgæti frá öllum hornum heimsins. Framsetning á matnum á Fiskfélaginu er framandi og skemmtilega frumleg. Þjónustan var fimleg og gekk snurðulaust fyrir sig.

 

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Brauðið stökkt að utan og mjög mjúkt inní. Smjörið mjúkt og með því lífrænt granóla með trönuberjum.
„Geggjað kombó”

 

Í upphafi fengum við lystaukandi smárétt sem var túnfisktartar með pistasíum, fallega framborið á útboraðri trjágrein. Réttur sem leikur við bragðlaukana – harmónerar mjög vel saman.


Fullkomlega eldaður fiskur – rammíslensk ýsa, örlítið glær og ljúffeng. Nútímaútgáfa af soðinni ýsu. Allskonar bragð/brögð sem passa vel saman. Passlega stökkt kál með.

Sinnepsgljáð grísasíða og gnocchi pasta með kremaðri tio pepe sósu, sólþurrkuðum tómat, chorizo og ólífumauki – mjúk og bragðmikil. Tvær tegundir af sósum sem saman mynda margslungna upplifun, bragð og áferð.

 

Túnfiskur frá Venisúela. Grillaður með chili maæjónesi. Gulbeður, poppkorn og eggjarauða í miðjunni. Túnfiskur stendur alltaf fyrir sínu en guð minn góður hvað meðlætið var gott. Gulbeður minntu okkur á að enn er til grænmeti sem við höfum ekki smakkað, grænmeti sem er bæði hollt og gott. Sérstaklega falleg framsetning á diskinum og eggjarauðan í miðjunni minnti á sólarlagið í Suður-Ameríku. Glaðlegur réttur. Mjög mjúkur túnfiskur en kannski ekki svo bragðmikill sem kom ekki að sök því meðlætið var bæði bragðgott og fallegt


Enn einn dásemdarrétturinn, hvernig er hægt að toppa sig endalaust – agndofa.
Pönnusteiktur karfi með ferskju, beikon- og döðlusultu. ísbúa- og laukpuré, brúnaður blaðlaukur, mæjónes og steikt broccoli. Beikon- og döðlusultan: To die for

 

Langtímaelduð nauta-pastrami með sinnepslegnu blöðrukáli, saltkringlu og sýrðri gúrku. Brúnað jarðskokkakrem og ársgamall Tindur. Hrjúf áferð kjötsins minnti sveitamanninn örlítið á saltkjöt en alls ekki bragðið eða neitt annað en áferðin. Dúnmjúkt kjötið var með örlitlum reyktum keim.

Íslenskur eftirréttur með mysingskremi og vanilluís með heimagerðu hunangi, berjacompot og karameluðum höfrum. Hafandi borðað yfir mig af mysingi í æsku þá var ég vissar efasemdir um ágæti þessa réttar sem kom síðan ánægjulega á óvart. Viljið þið muna sérstaklega eftir þessum rétti þegar þið farið að borða á Fiskfélaginu.

Silkimjúk súkkulaðimús frá Madagascar með passion fyllingu, karamellusúkkulaði kex og súkkluaði. Tommassi Monte Croce (nokkurskonar late harvest þeirra Ítala), eftirréttavínið smakkaðist unaðslega með.

Fiskfélagið er notalegur staður. Hlaðnir útveggir með skemmtilegu íslensku ívafi. t.d. voru gardínurnar teknar frá með íslenskum handprjónuðum lopaermurm – íslenskt minni.
Hlutlaus þægileg tónlist frá okkar sokkabandsárum
Yndisleg kvöldstund á Fiskifélaginu – reffilegur staður.

Á veggnum við innganginn hanga þessir miðar sem ánægðir gestir hafa skrifað á.

Gamlir íslenskir peningar í römmum prýða veggi Fiskfélagsins

Vínið sem við drukkum með matnum

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluterta – dásamlega góð

Döðluterta

Döðluterta. Kata vinkona mín er einstaklega glaðleg og „elegant“ kona, sem vílar ekki hlutina fyrir sér, enda leikur allt í höndunum á henni, þar á meðal matargerð. Af henni hef ég þegið ýmis góð ráð og frá henni er þessi lauflétta döðluterta ættuð.

Til hátíðabrigða er tilvalið að skella í þessa fínu köku, sem er bæði létt og „elegant“, eins og Kata sjálf! Og ekki verður sagt að þeyttur rjómi eða góður ís spilli ánægjunni ...

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum. Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu - spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið

Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar

Pourquoi-Pas? - Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar. Í september árið 1936 fórst franska rannsóknarskipið Porquoi-Pas? við Straumfjörð á Mýrum. Fjörtíu manns voru í áhöfn skipsins en aðeins einn komst lífs af, Eugène Gonidec að nafni. Á Fáskrúðsfirði er styttan Í minningu skiptapa dr. Charcots eftir Einar Jónsson sem hann gerði skömmu eftir að Poruquoi-Pas? fórst.

Rósmarín- og möndlukex

Rósmarín- og möndlukex DSCF0143

Rósmarín- og möndlukex. Alltaf gott að eiga hollt og gott heimagert kex til að maula á eða bjóða þegar gesti ber að garði. Stórfínt með ostum, hummús, möndlusmjöri eða öðru góðu viðbiti. Já eða bara eitt og sér.